Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 51
HÚNAVAKA
49
Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Mánaskál, bróðurdóttir fyrri
konunnar. Meðal niðja má nefna Sigurð Guðmundsson skóla-
meistara á Akureyri, Klemenz í Bólstaðarhlíð, Óskar Magnús-
son skólastjóra í Reykjavík og þá Stóra-Búrfellsfeðga.
4. Ingibjörg kona Sigurðar bónda á Kárastöðum o. v. Guðmunds-
sonar. Meðal niðja: Ingvar Pálmason, alþm., dóttursynir hans,
Gíslasynir, Ingvar alþm. og Tryggvi skólameistari á Akureyri
og loks feðgarnir á Fossum.
5. Jón bóndi og alþm. í Stóradal. Meðal niðja: Alþingismennirn-
ir: Þorleifur póstmeistari í Reykjavík, Jón Jónsson frá Guð-
laugsstöðum, Jón Pálmason á Akri og Pálmi sonur hans.
6. Elísabet kona Gísla bónda á Eyvindarstöðum Ólafssonar. Áttu
22 börn. Þaðan er því mikill ættbálkur, og er þar margt um
duglega fésýslumenn.
Dóttir Pálma í Sólheimum og Danhildar Gísladóttur var Guðrún,
senr átti Sigurð Sigurðsson frá Valdarási, en sonur Jieirra var Pálmi
bóndi á Æsustöðum, sem giftist frænku sinni, Sigríði Gísladóttur
frá Eyvindarstöðum. Sonardóttir Pálrna á Æsustöðum er Margrét
Gísladóttir kona Haldórs E. Sigurðssonar ráðherra.
3. Jóhannes Þorleifsson.
Ullur pella á Búrfelli minna,
þrátt bústarfa þreytir vés
Þorleifs arfi Jóhannes.
(Ullur: goð, pell: dýrt klæði, Ullur pella: ntaður, vés: unrstang,
bjástur).
Jóhannes er fæddur á Mörk á Laxárdal 1804 og dáinn á sama
stað 8. febr. 1844. Foreldrar hans voru: Þorleifur bóndi á Mörk
Þorleifsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, bróðurdóttir Sigurð-
ar bónda á Gunnsteinsstöðum Þorlákssonar, afa Arnljóts hrepp-
stjóra jrar, Árnasonar. — Jóhannes bjó á Litla-Búrfelli 1828—37, en
fluttist þá að Mörk og bjó þar til æviloka. Kona Jóhannesar var
Solveig (f. 29. sept. 1799) Guðmundsdóttir, sonardóttir hins kynsæla
manns Guðmundar Hálfdánarsonar bónda á Ytri-Löngumýri og síð-