Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 28
HÚNAVAKA
26
staflega sönn, sem hér verður livorki sótt né varið, þarf ekkert ann-
að en góðæri til að slík yrði niðurstaðan, enda fjarri lagi að neita
því, að í landnámi Ingimundar hafi nokkur viður verið í öndverðu.
Sauðaganga var og engu óvænlegri í kjarrviði en raftviði, enda er
hins síðartalda hvergi getið í þeim skrásettu heimildum, sem náðst
hefur í. Sauðir Más voru á Deildarhjalla, og því allhátt yfir sjó, en
liann er sólríkur og trúlega skjólsæll. Sögurnar eru því líklegar til
að hafa gerst eða a. m. k. getað gerst í einhverri mynd.
Hér er fulltalið það sem fannst í húnvetnsku sögunum um skóga
í héraðinu. Kormáks saga og Grettis nefna báðar skóga, en í öðrum
landshlutum. Þess er aldrei getið, að Grettir hafi leitað skjóls í
skógum ættbyggðar sinnar, þótt hann gerði það í Vatnsfirði við ísa-
fjarðardjúp.
Þessi þagmælska sagnaritaranna, sem eins og áður er bent á, virð-
ast hafa verið kunnugir á þessum söguslóðum, verður trauðla skilin
á annan veg en að skógar hafi þá lítt sett sinn svip á Húnavatnsþing.
FORNBRÉFASAFNIÐ.
Þessi mál verða ekki rakin svo til nokkurrar hlítar, að ekki verði
þangað leitað, svo furðuleg náma sem það er í hagsögu þjóðarinnar
það skeið, sem það nær yfir. Máldagar kirknanna í Hólabiskups-
dæmi eru óljúgfróð vitni um hið gífurlega fjármálavald, sem kirkj-
unni féll í skaut. Eru þeir þó vissulega ekki einir til frásagnar um
þessi mál. Til er skrá um fjárheimtur, leigufé og sauðatolla Þing-
eyrarklausturs frá 1220, sem sýnir hve fé þeirra Þingeyramanna stóð
víða föstum fótum þá þegar.
Spákonuarfur náði um 1200 yfir meginhluta alls viðarreka frá
Laxárósi á Refasveit norður á Depil. Skiptist hann í 16 hluta, og
áttu Þingeyrar þrjá af þeim. Rekaskrá Þingeyrarklausturs nálægt
1250, sem nær yfir Hrútafjörð og Vatnsnes, telur klaustrið eiga
lilut í hval á 16 býlum. En í engri af eignaskrám Þingeyra er skógar-
ítak talið kirkjunni til hlunninda, eins og síðar segir.
í máldögum kirkna eru hlunnindi þeirra talin af kostgæfni. Auð-
unnarmáldagi frá 1318 telur Spákonufellskirkju eiga „hrís fyrir ut-
an götu þá, senr liggur frá Vindhelsgarði í Stapa“. Þessi hlunnindi