Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 34
32
HÚNAVAKA
120 cni., þótt fáar næðu einum metra á hæð. Ég klippti fáeinar
greinar af þessum hríslum og sýndi þær Hákoni Bjarnasyni. En það
tókst svo til, að þær voru ekki rétt klipptar, enda á því þroskastigi,
að hann treysti sér ekki til að skera úr um, hvort þar væri um sér-
stakt afbrigði að ræða, eða bastarð af björk og fjalldrapa. En tví-
mælalaust taldi hann hríslurnar af bjarkarstofni. Þetta mun ekki
hafa verið athugað frekar, enda myndi það lítils virði. Sá stofn virð-
ist óvænlegur til afreka, þótt að honum væri hlúð.
Enn er þekkt eitt dænii um villta björk í héraðinu. Það er í
Blöndugili. í gili dalsins eru fáeinar hríslur, sem lifað hafa allt til
þessa og allar aðeins í hömrum, og hafa því lil'að við þröngan hag,
enda hefur þroskinn svarað til þess. 1953 mun sú hæsta hafa verið
1 (50 sm. Allar hríslurnar í dalnum voru austan ár, með einni undan-
tekningu þó. í hömrunum norðan Gilsár voru hríslur á einum stað
á árunum 1914—1925. Hefi ekki komið þar síðan.
í hinu raunverulega Blöndugili hefur bjcirk lilað allt til þessa á
tveim stöðum. Bugur nokkur er á Gilinu sunnan Grettishlaups, sem
heitir Sveigur. Þar lifði jarðlæg björk öl 1 þau ár, sem ég leitaði gil-
ið (1913—1956), og þá bæði talin. Breyttist þetta rnjög lítið á því
árabili.
Nokkru innar er dálítill birkirunni. Hann er skammt norðan
Refsár í bugnum, þar sem gilið beygir vestur undir Hosugeirann,
en skammt frá ánni. Hann er ekki í alfaraleið. Þangað fóru tveir fé-
lagar á jólaföstu 1886. Þeir fóru á skörum suður úr Kolluhvammi
og klilu upp að runnanum. Þessir voru Guðmundur Sigurðsson,
síðar bóndi á Fossum, og jónas Illugason, síðar bóndi í Brattahlíð.
Næst var kontið þangað vorið 1919, og þá klöngrast niður á sylluna
og því heitið að freista þess ekki aftur. Þá var þar þéttur og snoíur
lundur, og þó á tveim torfum, og trén sýnu vænni á vesturhlutan-
um. Sá hlutinn hafði hlaupið l'ram, þegar ég sá þangað síðast. Ætla
má að 1919 hali þar staðið hæstu birkitrén, sem heimaalin voru í
Húnavatnsþingi.
Við þessa leit að örnefnum í héraðinu komu fram 12 heiti, sem
voru tengd víði á einhvern hátt.
Því skal hér bætt við til gamans, að ein sögn hefur borist mér um
að rauðablástursminjar hafi fundist í héraðinu. Er Jónas Illugason
heimildarmaðurinn. Hann átti tvo gjallmola, sem hann kvað fundna
á Gili í Svartárdal. Staðhæfði hann, að þessir molar væru rauða-