Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 155
HÚNAVAKA
153
svæðinu, landnámsstjóra, deild-
arstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu og nokkrum fleiri.
Tilgangurinn var að ræða
o o
hugsanlega þörf landbúnaðar-
áætlunar fyrir Skagasvæðið. Sam-
þykkt var einróma að fela Fjórð-
ungssambandinu að beita sér
fyrir slíkri áætlunargerð í sam-
starfi við Landnám ríkisins,
landbúnaðarráðuneytið og þing-
menn kjördæmisins.
Allir hreppsnefndaroddvitar
umræddra fjögurra hreppa lýstu
þeirri skoðun sinni, að umbætur
í samgöngumálum væru undir-
stöðuatriði eðlilegrar búsetu í
byggðarlögum sínum, svo og
nægileg raforka.
Gr. G.
KIRKJULEGAR FRÉTTIR.
Finnur Árnason, sem um fjölda
ára var eftirlitsmaður prestsetra
og kirkna og ráðgefandi maður
um meðferð og byggingu slíkra
liúsa, hefur látið af störfum sakir
aldurs. Mörg góð ráð og fyrir-
greiðslu hlutum vér hjá honum.
Hinn nýi eftirlitsmaður, sem
hefur verið skipaður í þetta
embætti er Þráinn Þorsteinsson,
málari, bróðir Sigfúsar ráðu-
nauts, sem um skeið var starf-
andi í Húnavatnssýslu. Ennþá
vantar presta í tvö brauð í pró-
fastsdæminu, Bólstað í Húna-
vatnssýslu og Árnes í Stranda-
sýslu.
Hvammstangakirkja fékk dán-
argjöf frá Guðrúnu Benedikts-
dóttur og fyrir þá fjármuni hef-
ur lóð kirkjunnar verið prýdd.
Þá stendur yfir viðgerð á Ból-
staðarhlíðarkirkju, en er lokið á
Breiðabólstaðarkirkju. Hafin er
viðgerð á Melstaðarkirkju. Þar
hefur söngloft terið lagfært og
endurbætt.
Við messu páskadag 31. marz
afhenti Ingibjörg Lárusdóttir
Höfðakaupstað að gjöf til Hóla-
neskirkju róðukross úr messing.
Á krossinum er Kristslíkan. Aft-
an á gripinn er þetta letrað:
„Hólaneskirkja 1974, til rninn-
ingar um ömmu mína og afa,
Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur
f. 27. 4. 1872 og d. 31. 12. 1966,
Kristján Kristjánsson f. 13. 7.
1873 og d. 17. 3. 1922. Ingibjörg
Lárusdóttir.“
Hjón þessi bjuggu lengst af á
Bakka í Skagahreppi og var
hann þingeyskur, en hún ey-
firsk.
Hvítasunnudag 18. maí við
fermingu, var Höskuldsstaða-
kirkju afhent gólfteppi í kór og
grátuþrep, vínrautt með dökk-
um yrjum. Hefur því verið hag-
lega fyrirkomið. Var þetta minn-
ingargjöf til kirkjunnar um
Petru Elinborgu Jónsdóttur og
Antoníus Guðmund Pétursson