Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 94
92
HUNAVAKA
björg, Jónasi Gunnlaugssyni á Þverá, ein út á Skaga, Ásta, Jóni
bónda Helgasyni á Hróarsstöðum og loks ein, Margrét (yngri) norð-
nr í Skagafjörð Birni bónda Ólafssyni í Valadal. Rúmsins vegna
verða hér ekki raktir niðjar, Jdó af nógu sé að taka.
Þeir sem vildu fá frekari upplýsingar um Björn Guðmundsson á
Auðólfsstöðum vísa ég til ritgerðar Magnúsar Björnssonar á Syðra-
Hóli um Hafnarmenn á Skaga í bókinni Búsæld og barningur.
Ólafur Björnsson var fæddur 1771 í Syðri-Mjóadal. Þar höfðu
þeir búið faðir hans og afi. \rar ættleggur sá skagfirskur. Við mann-
talið 1703 býr á Valabjörgum, hjáleigu frá Valadal, bóndinn Björn
Arason 51 árs að aldri, sem áður hafði búið í Krossanesi í Vallhólmi.
Ari faðir hans mun hafa verið sonur Tómasar lögréttumanns á Lýt-
ingsstöðum Ólafssonar lögréttumanns og skálds á Hafgrímsstöðum
Tómassonar prests á Mælifelli Eiríkssonar.
Ari sonur Björns á Valabjörgum flytur vestur í Húnavatnssýslu.
Hann er orðinn bóndi í Mjóadal syðri 1734, getur hafa byrjað þar
búskap fyrr. Kona hans hét Vigdís Ólafsdóttir. Þau áttu tvo sonu:
Björn, f. 1735 og Ólaf, f. 1737. Þeir bjuggu báðir í Mjóadal, Björn
á syðra býlinu, en Ólafur á því ytra. Mjóidalur var tvíbýlisjörð þeg-
ar við manntal 1703 og bar tvö nöfn frá Jdví um 1734 til 1870.
Báðir þóttu [)eir Mjóadalsbræður dugandi menn og nýtir bænd-
ur, en Ólafur varð skammlífur, fórst í Blöndu á nýársdag 1783.
Húnvetningasaga segir frá jDessum atburðum. Presturinn á Bergs-
stöðum séra Jón Auðunsson söng messu í Bólstaðarhlíð á nýársdag.
„Þeir bræður voru við kirkju og fóru heim á leið um kvöldið með
fleira fólki. Gerði Ólafur Jrá að liestum, er konur riðu, nálægt
Blöndu framarlega í Æsustaðaskriðum. Hvassviðri var á og fauk
vettlingur hans út á ána, því hann hafði lagt vöttuna niður hjá sér
á meðan. Hljóp hann eftir vettlingunum, en vök var nærri og hált
mjög svellið, féll hann á því, rann áður en hann gat stöðvað sig í
vökina ofan og bar Jregar undir ísinn, Jdví hyldýpi var J^ar fyrir og
straumskrið. Björn bróðir hans vildi Jregar hlaupa eftir honurn og
gætti Jress eigi, að enginn kostur var til hans að ná. Sæmundur
Magnússon er fyrr hafði búið á Víðimýri var þar einn í för, þreif
til Bjarnar og hélt honum“. Svo hörmulega lauk ævi Ólafs Arason-
ar. Lík hans rak um vorið skammt fyrir utan Æsustaði.
Kona Ólafs Arasonar, Guðrún Illugadóttir, bjó 10 ár í Mjóadal