Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 107

Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 107
HUNAVAKA 105 undir Jökli og ók yfir Gufuskálamóðu. Síðan hef ég talið, að Öldu- móðukvísl hafi upphaflega lieitið Öldumóða, en kvíslarnafninu síðar verið bætt við vegna þeirra geysisterku, húnvetnsku málvenju að nefna upptakavatnsföll á heiðum uppi kvíslar. Ef til vill hefur Búkollusagan mótað þær hugmyndir manna að móða sé vatnsmikið fljót og ekki tröllum vætt, en bak við nafngiftirnar Öldumóða og Gufuskálamóða hafa annars konar hugmyndir staðið. Eins og áður er sagt er sú fyrrnefnda hvorki vatnsmikil né lygn, og ekki er hún heldur torfær mönnum, hvað þá tröllum. Gufuskálamóða á upp- tök í vestanverðum Snæfellsjökli og þaðan fær hán ekkert vatn annað en leysingarvatn úr jöklinum, en þegar hvorki leysir né stór- íignir er „móðan" langtímum saman ekkert annað en þurr farveg- ur. Ekki er sennilegt að beint samband sé á milli þessara nafngifta, þar sem önnur móðan er á vestanverðu Snæfellsnesi, en hin á miðri Grímstunguheiði, og þegar ekki er hægt að skýra nöfnin með því að vitna í nútímaskilnins; á orðinu móða verður lengra að leita. Bæði nöfnin geta verið ævaforn, og átt rætur sínar að rekja allt til fyrstu alda íslandsbyggðar, þó að ekki séu þau skráð í fornsögunum. Á Grímstunguheiði er víðáttumikil bunga, sem nefnist Svína- vatnshæðir. Forblautt og fúið drag liggur upp í hæðirnar og nefnist Jarkolludrag. Uppruni þessa heitis er ókunnur, en sumir álíta það kennt við skepnu, sem hafi heitið Jarðkolla, en nafnið síðan afbak- ast. Aðrir geta þess til að dragið sé kennt við forarpytti. Á Víðidals- tunguheiði er flá nefnd Jarpkolluflá, og er þá komið nærri skepnu- nafni. Kolla getur verið heiti bæði á kind og kú, en þær skepnur eru aldrei kenndar við jarpan lit og enginn talar um kollóttar hryss- ur. Þó er í Grettis sögu sagt frá hryssu, sem hét Söðulkolla og flimt- ingasögur og kviðlingar spunnust út af, en það nafn getur verið af allt öðrum rótum runnið. Hér hefur verið drepið á nokkur örnefni, sem ekki verða rakin til uppruna síns og erfiðlega gengur að skilja. Þau geta gefið ímynd- unarafli manna lausan tauminn og er það vel farið, en þegar þau eru skráð er óhyggilegt að víkja frá ríkjandi málvenjum án þess að geta þeirra. Þetta hendir þó stundum og getur leitt til þess að forn- ar orðmyndir, sem hvergi er að finna nema í fornum örnefnum, glatist að fullu og öllu. Það skiptir ekki máli þó að við getum ekki ætíð fundið auðskilin rök fyrir því að bær eða annar staður heiti því nafni, sem hann er jafnan nefndur, en ekki einhverju öðru og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.