Húnavaka - 01.05.1976, Síða 107
HÚNAVAKA
105
undir Jökli og ók yfir Gufuskálamóðu. Síðan hef ég talið, að Öldu-
móðukvísl hafi upphaflega lieitið Öldumóða, en kvíslarnafninu
síðar verið bætt við vegna þeirra geysisterku, húnvetnsku málvenju
að nefna upptakavatnsföll á heiðum uppi kvíslar. Ef til vill hefur
Búkollusagan mótað þær hugmyndir manna að móða sé vatnsmikið
fljót og ekki tröllum vætt, en bak við nafngiftirnar Öldumóða og
Gufuskálamóða hafa annars konar hugmyndir staðið. Eins og áður
er sagt er sú fyrmefnda livorki vatnsmikil né lygn, og ekki er hún
heldur torfær mönnum, hvað þá tröllum. Gufuskálamóða á upp-
tök í vestanverðum Snæfellsjökli og þaðan fær hún ekkert vatn
annað en leysingarvatn úr jöklinum, en Jregar hvorki leysir né stór-
rignir er „móðan“ langtímum saman ekkert annað en þurr larveg-
ur. Ekki er sennilegt að beint samband sé á milli Jiessara nafngifta,
þar sem önnur móðan er á vestanverðu Snæfellsnesi, en hin á miðri
Grímstunguheiði, og þegar ekki er hægt að skýra nöfnin með því að
vitna í nútímaskilning á orðinu móða verður lengra að leita. Bæði
nöfnin geta verið ævaforn, og átt rætur sínar að rekja allt til fyrstu
alda íslandsbyggðar, þó að ekki séu þau skráð í fornsögunum.
Á Grímstunguheiði er víðáttumikil bunga, sem nefnist Svína-
vatnshæðir. Forblautt og fúið drag liggur upp í hæðirnar og nefnist
Jarkolludrag. Uppruni Jressa heitis er ókunnur, en sumir álíta það
kennt við skepnu, sem hafi heitið Jarðkolla, en nafnið síðan afbak-
ast. Aðrir geta Jress til að dragið sé kennt við forarpytti. Á Víðidals-
tunguheiði er flá nefnd Jarpkolluflá, og er þá komið nærri skepnu-
nafni. Kolla getur verið heiti bæði á kind og kú, en þær skepnur
eru aldrei kenndar við jarpan lit og enginn talar um kollóttar hryss-
ur. Þó er í Grettis sögu sagt frá hryssu, sem hét Söðulkolla og flimt-
ingasögur og kviðlingar spunnust út af, en það nafn getur verið af
allt öðrum rótum runnið.
Hér hefur verið drepið á nokkur örnefni, sem ekki verða rakin
til uppruna síns og erfiðlega gengur að skilja. Þau geta gefið ímynd-
unarafli manna lausan tauminn og er það vel farið, en þegar þau
eru skráð er óhyggilegt að víkja frá ríkjandi málvenjum án þess að
geta þeirra. Þetta hendir þó stundum og getur leitt til þess að forn-
ar orðmyndir, sem livergi er að finna nema í fornum örnefnum,
glatist að fullu og öllu. Það skiptir ekki máli þó að við getum ekki
ætíð fundið auðskilin rök fyrir því að bær eða annar staður heiti
því nafni, sem hann er jafnan nefndur, en ekki einhverju öðru og