Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 142
140
HÚNAVAKA
innanbúðarstörf. Má telja víst að húsbóndi lians á Blönduósi, sem
réði hann sem vinnumann við búskapinn hafi séð að þessi unglingur
væri hæfur til verzlunarstarfa.
Þegar Þorlákur var 18 ára, fluttist hann til Blönduóss og réðist í
þjónustu Péturs Sæmundsen kaupmanns og síðar til Edvalds Sæ-
mundsen. Seinna starfaði hann hjá F.ðvald Hemmert, er var faktor
Höfnersverzlunar og ])á var hann einnig við verzlun Einars Thor-
steinsson á Blönduósi og síðast við Kaupfélag Húnvetninga. Má af
þessu marka, að Þorlákur hefur verið vel látinn af húsbændum
sínum, er hafa fundið hjá honum þá eðliskosti. er gerðu hann vel
hæfan til starfa.
Þorlákur kvæntist 4. nóvember 1918, Þuríði Einarsdóttur Andrés-
sonar frá Bólu og Margrétar Þorsteinsdóttur, er var þingeysk.
Börn þeirra Þorláks og Þuríðar voru:
Þorvaldur, kvæntur Jennýju Mörtu Kjartansdóttur.
Pétur Jakob, kvæntur Ásthildi Kristínu Jóhannesdóttur fiá
Gauksstöðum í Garði.
Einar Ingi sveitarstjóri, kvæntur Arndísi Þorvaldsdóttur frá Þór-
oddsstöðum í Hrútafirði.
Sigurbjörn, kvæntur Margréti Sigurbjörgu Jóhannsdóttur frá
Arnardal í ísafirði.
Tvo drengi misstu þau hjón í frumbernsku.
Hjónabandið varð Þorláki til gæfu, enda reynd þess eins og bezt
verður á kosið.
Þorlákur dró ekki af sér að starfa, hann var duglegur og laginn
að stjóma fólki, er hann átti yfir að segja, enda ákveðinn í frani-
göngu. Þá var hann reikningsglöggur og skrifaði góða rithönd. Hús-
bóndahollur var hann og vildi hag fyrirtækjanna, sem hann starfaði
fyrir sem mestan, en mikið varð á sig að leggja í lífsstarfi í fyrri daga.
Vörugeymslur og sláturhús oft köld. Langt í vinnuna, er Blanda var
á milli vinnustaðar og heimilis og þá vinnudagur langur að þeirra
tíma siðvenju. Þá ráku þau hjón búskap heimili sínu til framdráttar
svo sem flestra var háttur fram á vora daga, að fólk í þorpum hafði
kýr, kindur og hesta. Þorlákur var hestamaður, enda var það einn
liður í lífi fyrri daga, að lvfta sér upp úr önn dagsins á helgum dög-
um, t. d. fara í útreiðatúr. Þorlákur var gleðimaður á mannamótum.
Þau hjón bjuggu lengst af á Blönduósi, í Sandgerði við flæðarmálið