Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 36
34
HÚNAVAKA
eins heyrt til undantekninga, liafi þeir þá þekkst. Skrásett vitneskja
um það mun torfundin nú.
í upphafi þessa máls var vitnað til ummæla Ara Þorgilssonar um
gróðurfarið við upphaf þeirrar byggðar hér á landi, sem nú eru
þekktar heimildir um. Fljótt á litið kann svo að virðast, að þetta
sé skráð í þeim tilgangi að ómerkja orð hans. Það er fjarri lagi. Hug-
takið „viður“ mun í öndverðu hafa verið svo víðfaðma, að það náði
yfir allan viðargróður, þar með taldir víðir og fjalldrapi, senr og
annað kjarr. Sé viður skilinn á þennan veg, er alveg víst, að Húna-
vatnsþing var „í þann tíð viði vaxit rniðli fjalls ok fjöru“ trúlega
svo, að óvíst mun, hvort önnur héruð hafi jafnvaxnari verið í því
efni.
Framhjá hinu verður ekki gengið, að á þennan gróður hefur mjög
verið gengið og hafa lærðir menn á þessari öld fært þá eyðingu mest
sauðkindinni til saka. Þetta mun oft mjög af vanskyggni mælt. Eyð-
ing viðartegunda úr gróðurfeldi héraðsins mun að miklu leyti eiga
aðrar orsakir. Kjarrið — þótt smágert væri — var eina eldsneytið,
sem tiltækt var, þegar tað undan kvikfé er frátalið, en það mun
ekki hafa náðst til slíkra nytja fyrr en öldum síðar, enda er óvíst að
landnámsmenn hafi þekkt það ráð. Þeir sem komu frá Noregi hafa
trauðla þekkt annað en allsnægtir eldiviðar. Þó er trúlegt, að
þurrkun taðs til eldsneytis sé eldri á lágsléttum Evrópu, en sú byggð
á íslandi, er saga vor greinir frá. Þótt viðareyðing hafi oft liorft til
auðnar, verður það ekki fært hér hinum geuguu kyuslóðum til saka.
Slíkur er þáttur eldsius í bjargráðum alls maunkyns.
Arið 1662. Um sumarið gekk almennt kvefsótt mikil, sofnuðu manneskjur
sumstaðar.
Skiptapi hjá Höskuldsstöðum á Skagaströnd, voru á 6 menn. Steypti hvalur
undir þeim, er franskir höfðu skutlað, hljóp á skipið og klauf það. Gátu franskir
hjálpað tveimur, en fjórir dóu.
Vallholtsannáll.