Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 50
48
H Ú N A V A K A
2. Pdlmi Jónsson.
Að Sólheimum Óma sveinar tranan.
Pálmi Jónsson passar þar
plóginn fróns og við aflar.
(Ómi: Óðinn, trana: fugl Óðins, það er hugurinn).
Pálrni í Sólheimum er fæddur 22. sept. 1791 og dáinn á sama stað
23. des. 1846. Foreldrar hans voru: Jón bóndi í Sólheimum Bene-
diktsson og seinni kona hans Ingiríður (yngri) Jónsdóttir frá Skeggs-
stöðum. Um Jón Benediktsson og ætt hans vísast til þáttarins „Jón
í Sólheimum“ í bókinni „Fortíð og fyrirburðir" (Ak. 1962).
Pálrni bjó í Sólheimum 1813—16, á Holtastöðum 1816—24 og svo
aftur í Sólheimum 1824 til dánardægurs. Hafði jörðin verið í eign
þeina feðga síðan 1802, en þá náði Jón Benediktsson kaupum á
henni á Hólastólsjarðauppboðinu. Pálmi varð efnamaður og at-
hafnasamur bóndi. Hann byggði upp öll hús í Sólheimum, og segir
sagan, að föður hans liali jafnvel þótt nóg um framkvæmdirnar.
Gísli Konráðsson getur Pálma nokkrum sinnum í Húnvetningasögu
sinni. Eru þau ummæli í fyrstu ekki beint vinsamleg, en að síðustu
er hans getið með þessum orðum: „Pálmi í Sólheimum var rnaður
í hærra lagi á vöxt, grannlegur og jarpur á hár og spengilegur, þæg-
ur í viðmóti, bóngóður og gestrisinn“.
Kona Pálma var Ósk (f. 1792, d. 25. maí 1866) Erlendsdóttir á
Holtastöðum Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Illugadótt-
ur frá Reykjum á Reykjabraut Jónssonar. Systir Guðrúnar á Holta-
stöðum var Ingibjörg Illugadóttir húsfreyja í Mjóadal, móðir Mála-
Ólafs Björnssonar á Litlu-Giljá o. v„ sem var gáfumaður og fvlginn
sér. Ósk í Sólheimum var hin mesta gæðakona, ástsæl af hjúum sín-
um og vinsæl í héraði.
Börn Óskar og Pálma voru:
1. Ingiríður, tvígift, en barnlaus með báðum.
2. Björg, er átti Hjálmar Loftsson bónda á Asum og síðar á Tind-
um, fyrri kona hans. Af 8 börnum urðu tveir synir þeirra full-
orðnir, og flutti annar þeirra til Vesturheims.
3. Erlendur bóndi og héraðshöfðingi í Tungunesi, tvíkvæntur.
Fyrri kona Elísabet Þorleifsdóttir frá Stóradal og seinni kona