Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 71
HÚNAVAKA
69
miklum leka á henni. Kvað svo rammt að því, að ekki var ferjað ef
áin var mjög ntikil .Þótt ferjan væri ekki nema átta ára, voru glögg
merki þess, að hún var farin að liðast og láta sig.
Það mun hafa verið seint í september. Ég var þá á Ytri-Löngumýri
og skrapp heim ásarnt frændkonu minni og tveimur dætrum hennar.
Höfðu þær verið á Löngumýri um sumarið. Veðrið var ágætt, en á
meðan við stönzuðum hvessti á suðvestan. Einnig óx áin nokkuð,
en ekki svo að nein hætta væri talin að ferja. Björn bróðir minn
flutti okkur yfir. Jós hann ferjuna vandlega áður en við fórum af
stað. Við ferjuðum bæði, snerum rösklega og vorum fljót yfir. Svo
hvasst var að ána skóf, svo að allir blotnuðu eitthvað. Þegar við vor-
um komin yfir mesta strenginn í ánni, hætti ég að snúa og gekk
aftur á til mæðgnanna. Litlu stúlkurnar voru hálf hræddar. Laut
ég yfir þær, til að verja þær úðanum frá ánni. Heyrði ég þá að það
brakaði og brast í ferjunni, eins og hún væri öll að liðast í sundur,
en þar sem ég sá ekkert óvenjulegt, skeytti ég því engu. Þegar yfir
ána kom, batt Björn sveifina fasta við bitann og spilið eins og venja
var, og fylgdist svo með okkur upp að Löngumýri. Það var ákveðið
áður en við fórum af stað að heiman, að hann yrði þar um nóttina.
Um morguninn, þegar hann kom að ánni, var ömurlegt um að
litast. Ferjan var að mestu horfin. A strengnum hékk spilið og borð-
stokkarnir, en botnarnir höfðu flotið burt. Þá rak í heilu lagi á eyri
fyrir neðan Finnstungu.
Nú var ferjan öll. Engir. minntist á að endursmíða hana, heldur
var stefnt að því að fá brú á ána.
Svo sterkur þáttur var ferjan í lífi og starfi fjölskyldu minnar,
að þótt við værum stundum þreytt á erlinum og erfiðinu, sem
fylgdi henni, söknuðum við hennar öll, enda var hún alla tíð hin
mesta happafleyta.
Skrifað í janúar 1976.
Heimildir að ártölum, styrkjum, verði á strengjum og fleira eru úr sýslu-
fundargerðum A.-Hún. Helgi Jónsson frá Sauðanesi aflaði þeirra. Kann ég
honum beztu þakkir fyrir.