Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 139
JVlannalát árih 1975
Sigriður Seeunn Björnsdóttir. Þann 29. júní andaðist á heimili
sínu, Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi, Sigríður Sæunn
Björnsdóttir, er fædd var 13. maí 1902 í Yík í Skagafirði. Voru for-
eldrar liennar Bjöm Jónasson og Björg Steinsdóttir. Þau hjón hófu
búskap á Hryggjum, sem nú er eyðijörð í Víðidal í Staðarfjöllnm.
Þar er sumarfallegt og haglendi kjarnmikið, en snjóþungt og harð-
býlt á vetrum. Síðar bjuggu þau hjón í Vík, en flnttnst að Syðra-
Tungukoti í Húnavatnssýslu, þegar Sigríður Sæunn var á fimmta
ári, og fór hún í fóstur til Jóhannesar Jóhannessonar og Sæunnar
Steindórsdóttur, er bjuggu í Glæsibæ í Víkurtorfunni, en Sænnn var
móðursystir Sigríðar. Á þessu ágætis heimili ólst Sigríður upp tii
fullorðinsára. Átti hún þar góðn að mæta og bar ávallt gott hugar-
þel til fósturforeldra sinna, senr reyndust henni sem sínum eigin
börnunr, er voru fjögur að tölu. Þessi systkini voru henni kær alla ttð.
Sigríður var vel verki farin og hög til handanna. Hún lærði svo-
nefndan karlmannafatasaum, en þá var kvenfólkið í sveitum lands-
ins klæðskerarnir og þótti sjálfsagt að húsfreyjur kynnu þetta fyrir
sér. Hún var bókhneigð og las nrikið, einkrmr á efri árnnr. Er Sig-
ríður var fullorðin, fór hún að Tungukoti til foreldra sinna og syst-
nr, Gnðrúnar, er þar var þá orðin lrúsfreyja.
Sigríður giftist Guðmundi Einarssyni, ættuðum af Suðurlandi, er
var myndarmaður og vinnufús til allra verka. Þau hjón vorn síðan
í Irúsmennskn í Blöndudalshólum lrjá þeim hjónum Bjarna Jónas-
syni kennara ogkonu hans Onnu Sigurjónsdóttur. Þau hjón Sigríður
og Guðmuirdur unnu að búi Bjarna, einkum á vetrum. Höfðu þau
sér íbúð og höfðu sinn lifandi jrening út af fyrir sig. Undn þan hag
sínum vel í Blöndudalslrólunr og voru samskiptin góð nrilli heimilis-
fólksins. Þau voru trú, dugleg og reglusöm og undu glöð við sitt,
enda nýtin og sparsöm.
Guðmundur Einarsson andaðist 1959, lrálf sjötugur. Dvaldist Sig-