Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 121
HÚNAVAKA
119
andans hæfileikum og andlegri forgöngu, en að því leyti standa
smáþjóðirnar ekki ver að vígi en stóru þjóðirnar. Hinir dýrmætustu
fjársjóðir þjóðanna eiga ekki allir uppruna sinn að rekja til skraut-
hýsanna eða margmennissamkvæma.
Að endingu vil jeg taka Joað fram, að jeg stend að öllu leyti utan-
flokks, enda álít jeg að flokkaskipting sú, sem nú er, muni tæplega
geta átt sjer langan aldur. Það eru skoðanir manna í menntamálum,
landbúnaðarmálum, samgöngumálum o. s. frv., sem menn verða að
skiptast um, en jeg skal eigi fara frekari orðum um þetta efni.
Að forfailalausu mun jeg verða riðstaddur á kjörfundi, og skal
jeg þar svara öllum fyrirspurnum viðvíkjandi skoðunum mínum.
Lifið heilir!
Virðingarfyllst
Pdll Briem.
Akureyri, 1. maí 1902.
Árið 1662. Brann bærinn allur að Kjalarlandi á Skagaströnd. Þar á strönd
kom blinda furðuleg á sauðfé, urðu bæði augun hvít á þeim sauðum, er hana
fengu og varð að skera af. Sást hún fyrst á Hafsstöðum, síðan á Höskuldsstöðum
og færðist um bæi inn eftir ströndinni allt að Breiðavaði og þó enn lengra fram.
Meir en 60 fjár á Höskuldsstöðum fengu blinduna og svo víðar, batnaði því
aftur, en hitt varð að skera, sem fékk hana á bæði augu. Grunaði suma, þetta
mundi gert hafa franskir gaklrastrákar, því sumarið fyrir höfðu Strandarmenn
djarfir verið að ná sér nokkru af hvalreitum þeirra. Komu franskir nú aftur
þetta sumar að ströndinni á land hjá Syðri-Ey og vildu gefa bónda þar eða
hverjum, sem þiggja vildi, lamb franskt, er þeir höfðu með sér, en enginn vildi
þiggja og höfðu það svo með sér aftur. Frá þessu kom blinda á féð, en sást ekki
fyrr. Sögðust þeir hafa gefið 2 lömb á Ströndum og skilið eftir, en með þessu,
er enginn þáði, má vera þeir hafi gert galdur sauðfénu. NB. Sást mönnum yfir,
að þeir tóku ekki við. Hefðu þeir átt að þiggja og brenna jafnskjótt til ösku.
Kann vera þá hefði farið betur.
Vallholtsannáll.