Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 60
58
HÚNAVAKA
Mælifelli, síðai' kaupfélagsstjóri, Árni bóndi síðast í Hlíðar-
seli, Sigurður fór til Vesturheims og Guðrún átti Björn Er-
lendsson Hólm, fluttust til Vesturheims.
8. Jón Jónsson.
Kárastaði kenndur maður byggir,
handa neytir Jónsson, Jón,
jarka þreytir stað um frón.
(Jarki: útjaðar handa eða fóta, þreyta jarka stað: verða Jmeyttur í
höndum eða fótum).
Jón var fæddur á Grund í Svínadal um 17(59 og dáinn á Kára-
stöðum 11. marz 1840. Foreldrar hans voru Jón Hálfdanarson bóndi
á Grund og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir hreppstjóra á Grund
Bergssonar. Bróðir Jóns á Grund var Guðmundur Hálfdanarson
bóndi á Ytri-Löngumýri, sem getið er hér að framan í sambandi við
Jóhannes Þorleifsson á Litla-Búrfelli.
. Jón hóf búskap í Holti á Ásum rétt fyrir aldamótin 1800, en
flutti búferlum að Gunnfríðarstöðum aldamótaárið og bjó þar til
vorsins 1805, er hann flutti að Kárastöðum, þar sem hann bjó til
æviloka.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Hannesdóttir
frá Holti á Ásum, systir Hannesar bónda á Tindum. Sigríður lézt
28. júlí 1824. Hún hafði áður verið manni gefin, vinnumanni í
Holti í Svínadal, er Magnús hét Guðmundsson og átt með honum
eina dóttur, Guðnýju, fædda 16. sept. 1794. Guðný {>essi átti Jón
bónda í Hvammi í Langadal Pálsson og var sonur þeirra Páll bóndi
á Ytra-Hóli á Skagaströnd, faðir Guðnýjar húsfreyju á Balaskarði,
móður Páls Jónssonar skólastjóra í Höfðakaupstað og þeirra mörgu
systkina. Meðal átta barna þeirra Sigríðar og Jóns á Kárastöðum var
Kristján faðir Hannesar bónda í Móbergsseli, föður Sveins skálds
frá Elivogum. Seinni kona Jóns á Kárastöðum hét Guðrún Jóns-
dóttir. Þau giftust 17. jan. 1826 og var hún J>á talin 39 ára og er
vinnukona í Sólheimum. Meðal barna þeirra var Guðjón póstur,
fæddur 30. des. 1827 á Kárastöðum, drukknaði í póstferð í Eld-