Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 104
102
HÚNAVAKA
tíma seint í janúar að ég gekk niður á hafnarbakkann, sent þá var
allt öðruvísi en nú. Sé ég hvar skip stendur þar uppi nteð austur-
kanti einhvers konar bryggju, sem var næstum beint fram undan
Eimskipaféiagshúsinu. Þegar ég kom nær sé ég að þar er kominn
togarinn, sem ég hafði sent skeytið um árið áður og taldi líklegt
að ekki hefði náðst til hans enn. Mig minnir að hann liéti Venator
G. Y. Mér varð starsýnt á togarann, er hann stóð þarna vel hálfur á
þurru og var fyrst í vafa hvað gera skyldi. En svo ákvað ég að gera
allt hvað ég gæti til þess að hann fengi makleg málagjöld, og fór
inn á símstöðina og bað urn samband við dómsmálaráðuneytið.
Það virtist sem símastúlkan ætlaði ekki að trúa sínum augum og
eyrum að maður klæddur á sjómannavísu léti sér detta í hug að tala
við hið háa stjórnarráð. Eg fékk þó samband fljótlega og sagði þeim
manni, sem ég talaði við, greinilega frá livað gert hefði verið í máli
þessa togara og einnig að ég væri símstöðvarstjórinn frá Kálfshamars-
vík og hefði sjálfur sent skeytið ti! sýslumanns, en vissi ekki til að
neitt hefði verið gert í málinu. Nú væri auðvelt að hafa hendur í
hári togarans, því að hann stæði uppi í fjöru liér í Reykjavík. Enn-
fremur upplýsti ég að auðvelt væri að ná í tvo af þeim mönnum,
sem voru á bát þeim, sem tók nafn og númer togarans. Það vom
þeir Ari Einarsson og Bjarni Th. Guðmundsson. Ég krafðist þess
mjög ákveðið að mál togarans væri tekið fyrir sem fyrst og lét þess
getið að útlendir togarar væru margoft á grunnmiðum á austan-
verðum Húnaflóa, svo aðþar væri lítill friður með veiðarfæri heima-
manna.
Fáum dögum eftir að ég talaði við stjórnarráðið voru þeir Ari og
Bjarni kallaðir af sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu til Hafn-
arfjarðar að mæta þar fyrir rétti, þar sent jreir báru vitni í máli
togarans og var þeim sagt að fullsönnuð væri sekt hans um land-
lielgisbrot. Sjálfsagt væri hægt að finna í opinberum skjölum, hvaða
útreið togarinn fékk, en ég hef ekki kjark eða dugnað til þess.
Nú þegar við íslendingar erum í okkar þriðja og hatrammasta
jDorskastríði, datt mér í hug að rifja upp þennan gamla atburð.
Og er það ekki algjört einsdæmi að litlendur veiðiþjófur liafi
verið tekinn af einum manni, þar sem hann stóð að nokkru uppi á
Jrurru landi.
Skrifað 2S. janúar 1976.