Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 32
30
HÚNAVAKA
irnar reynast nú skyggnari á verndun landsnytja en allsleysi aldanna.
Ur því sker reynslan.
Austan Gljúfurár telur Jarðabókin skóg hafa verið til nokknrra
nytja, en alls staðar rnjög til þurrðar genginn. Nýtilegastur var hann
á Tindum, og þó „rifhrís orðið og þó enn brúkað til kolagjörðar og
eldiviðar". A hinum býlunum var hann þrotinn. Sé betur að gáð,
voru skógarvonir Jarðabókarinnar aðeins tengdar tveim stöðum,
Tindurn og innsta hluta Blöndudals austanverðs. Er líklegt, eins
og áður er bent á, að þar hafi hann náð mestum þroska í héraðinu
og dugað þar lengst. En tvær kirkjur seildust [Dangað, og þó ekki í
græðslu- eða verndarskyni.
Enn er vert að geta þess, að Jarðabókin telur hrísrif til hlunn-
inda á 85 býlum vestan Gljúfurár, en á 115 austan hennar, og skal
Jvá jafnframt bent á þann mismun Jvessara nytja, sem lýsingarnar
sýna, Jvíitt J)ær verði ekki taldar hér frekar.
Loks skal á þetta bent í lýsingu Þingeyra: „Hrísrif ekkert nenta
Jvað, sem gelst af Asum í kvaðanafni". Þar var lotið að litln. En eftir
Jvessn var seilst sem tollheimtu í skjóli kirkju eða konungsvalds, og
þá eftir því hvort þessara máttarvalda var ríkilátara í þjóðlífinu í
hvert sinn. En þá má líka fara nærri um hvort fjármálavald Þing-
eyra hefði ekki rennt hýru auga til nytjaskóga, hefðn þeir verið
finnanlegir innan viðráðanlegrar seilingar.
ÖRNEFNI.
Enn er örnefna ógetið. Nokkur ástæða mun þó til að staldra við
þau, J)ótt J)að verði að játa, að J)ar er ekki um auðugan garð að
gresja. Efalítið vantar margt heita í þær örnefnaskrár, sem nú eru
fyrir hendi, sem nú myndi kosið J)ar. Þeim mun því í mörgu áfátt.
Ekki er líklegt, að heitum, sem minna á skóg, hafi verið öðrnm
hættara við að gleymast. Við athugun á húnvetnskum örnefnaskrám
hef ég ekki fundið neitt, sem minnir á skóg. í Vatnsdal fundust tvö:
Örnefnið Reyniltrísla er í Hvammsurðinni allhátt, oftast aðeins
nefnt Hríslan. Nú getur hún tæpast talist nema runni, eins og hún
liorfði við mér fyrir tæpum 48 árum. Hvort hún hefur hækkað til
muna síðan, veit ég ekki, en þarna hefur hún varist og barist í aldir