Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 160
158
HÚNAVAKA
búnaðar 60%, til iðnaðar 12%,
t i 1 £ j á r festingalánastofnana
(Framkvæmdasjóður ísl.) 7%, til
bæjar- og sveitarfélaga 5%, til
sjávarútvegs 3% og til íbúðar-
bygginga 3%.
Afgreiðslufjöldi í útibúinu
1975 varð um 110 jrúsund, en
það var nærri 16% aukning frá
fyrra ári. Keyptir voru um 2400
víxlar og innleystir um 57000
tékkar á útibúið sjálft.
Innkomnir vextir á árinu
voru um 81 milljón, en útborg-
aðir vextir um 60 milljónir.
Rekstrarkostnaður á árinu
varð um 10 milljónir og eigið fé
nam í árslok 37 milljónum.
Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins veitti árið 1975 samtals 76
lán til framkvæmda í Austur-
Húnavatnssýslu að fjárhæð um
50 milljónir króna og í Vestur-
Húnavatnssýslu 83 lán að fjár-
hæð um 64 milljónir króna.
Veðdeild Búnaðarbankans
veitti 5 lán til jarðakaupa í
Austur-Húnavatnssýslu á árinu
að fjárhæð 2,4 milljónir króna
og 3 lán í Vestur-Húnavatns-
sýslu að fjárhæð 2 milljónir
króna.
Starfsemi útibúsins á árinu
hvað útlán snerti einkenndist
nokkuð af samkomulagi Seðla-
bankans og viðskiptabankanna
um takmörkun útlána á árinu,
en Jiað skyldi vera þáttur í þeirri
viðleitni að draga úr jrenslu í
viðskiptalífinu. í marsbyrjun
var ákveðið, að útlán mættu ekki
aukast í 3 mánuði, en sú ráð-
stöfun var síðan framlengd með
smávægilegum frávikum til árs-
loka. Undanþegin takmörkun
jjessari voru þó afurðalán og
venjubundin rekstrarlán land-
búnaðar, sjávarútvegs og iðnað-
ar.
Gengið var frá lóð útibúsins
framanverðri með lagningu olíu-
malar.
í árslok störfuðu við útibúið
5 fastráðnir starfsmenn.
Gtiðm. H. Thoroddsen.
HEILBRIGÐISMÁL í AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU 1975.
íbúðir fyrir aldraða.
Síðustu árin hefur stjórn Héraðs-
hælisins unnið að undirbúningi
við byggingu íbúða fyrir aldr-
aða, í samráði við sýslunefnd. Á
sl. vori var undirbúningur Jjað
vel á veg kominn, að sýslunefnd-
in kaus bygginganefnd og sam-
þykkti, að framkvæmdir skyldu
hafnar. Bygginganefndina skipa
Jón ísberg, sýslumaður, Guð-
mundur Thoroddsen, banka-
stjóri, Sigursteinn Guðmunds-
son, héraðslæknir, Valgerður