Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 129
HÚNAVAKA
127
bera sig einkennilega til. Hann æddi um allt húsið með hattinn
aftan á hnakkanum og spurði hvern mann, að ég held, af okkur ís-
lenzku vesturförum: „Hvert ætlar þú, ætlar þú til Bandaríkjanna,
eða ætlar þú að setjast að í Kanada?“ Þessar og |dví um líkar spurn-
ingar ráku hver aðra. Þá sem sögðust ætla til Bandaríkjanna, spurði
hann að skírnarnafni og föðurnafni og rispaði nöfnin svo á blað,
sem hann hélt á. Einnig spurði hann þá, hvort þeir þekktu þar
nokkra og hvað þeir hétu, sem maður sagðist þekkja í Bandaríkjun-
um. Eftir allar þessar spurningar, vísaði hann hverjum, sem til
Bandaríkjanna sagðist ætla, norður í enda á húsinu og skipaði þeim,
að „halda sér þar saman“, svo ég brúki hans eigin orð. Mig og fleiri,
sem til Bandaríkjanna ætluðum, langaði til að vita hvað þessi maður
héti, svo að ég spurði hann að nafni, en hann kvaðst Frímann heita.
Það kom þá upp úr kafinu, að þetta var Frímann Bjarnason Ander-
son í Winnipeg ritstjóri „Heimskringlu" og aðalumsjónarmaður
íslenzkra innflytjenda í Kanada. Þegar hann var búinn að finna
okkur, sem til Bandaríkjanna ætluðum, fékk hann mann til að fylgja
okkur langt suður í bæ, að húsi því, er Frímann sjálfur nefndi skrif-
stofu Heimskringíu. Þegar þangað kom leizt okkur ekki á. Það voru
fyrst og fremst hurðarlausar dyrnar og svo Jsegar inn kom batnaði
ekki. Allt húsið var að innan hulið þykku ryklagi, rétt eins og Jjar
hefði enginn maður gengið um í mörg ár. Til og frá um gólfið lágu
dagblöð (t. d. Heimskringía og fl.) og bókaræflar. Enginn stóll, bekk-
ur eða borð var í húsinu. (Þ. e. í Jreint stofum eða herbergjum sem
við komum inn í og sem ég lýsi hér). Við gátum hvergi sezt niður og
var J^að ekki þægilegt fyrir þá sem höfðu börn. Við þurftum að
kaupa ýmislegt, sem ekki var hægt á meðan við vorum á þessum
leiðinlega stað, þar sem við vorum öll ókunnug, en höfðum engan
til að leiðbeina okkur í því efni. Okkur langaði ekki til að vera þar
lengi. Við fórum Jdví aftur í innflytjendahúsið með aðstoð góðs
landa. Okkur Joótti skemmtilegra að vera Jrar, sem svo margir landar
voru saman komnir, heldur en að híma lengur á þessari laglegu
Heimskringlu skrifstofu. Frímanni hafði töluvert mislíkað, þegar
hann sá að við vorum komnir í innflytjendahúsið aftur, eftir því sem
nokkrir úr okkar hóp sögðu, er hann átti tal við. Honum hefir í
fyrsta lagi jDÓtt Jsað leiðinlegt, að við skyldum yfirgefa svona fljótt
þann sælustað, er hann var búinn að tilreiða okkur. í öðru lagi hefir
hann jafnvel liugsað, að við mundum að einhverju leyti spilla hans