Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 106
104
HÚNAVAKA
inga og vatnsdælinga á þeirri tíð, en framburðurinn verið nokkuð
á reiki.
Ég átti eitt sinn tal um Skammbeinstjörn við sr. Hermann Hjart-
arson á Skútastöðum, sem var Þistilfirðingur að ætt og uppeldi.
Hann sagði að skammbein væri gamalt nafn á útburði og örnefni
kennt við skammbein væri til í Þistilfirði. F.innig eru Skammbeins-
staðir bæjarnafn í Rangárvallasýslu, en ekki er mér kunnugt um
fleiri nöfn af því tagi. Mér hefur dottið í hug að sé skammbeinn
fornt útburðarnafn, geti karitlingur eða káritlingur og jafnvel misl-
ingur verið jxað líka. í orðabókum Blöndals og Árna Böðvarssonar er
skammbeinn: stuttfættur, og kárítlingur eða káretlingur: lítilfjör-
legur maður. Stafsetning síðara orðsins kemur ekki heim við hún-
vetnska málvenju, en hér mun samt vera um sama orð að ræða. Er
þá ekki komið nærri vesalingum jDeim, sem nýfæddir voru bornir
út á víðavang til að deyja?
Nyrst á Grímstunguheiði er lítið stöðuvatn, sem allir kunnugir
menn nefna Sýsvatn. Eftir framburði mætti þó eins rita Sísvatn. Úr
Jdví rennur Sýsvatnslækur, og Sýsvatnsás liggur bæði að vátninu og
læknum. A korti herforingjaráðsins er vatnið nefnt Sílvatn, en það
nafn á hvorki stoð í gömlum ritum né tali kunnugra manna. Ekki
er hægt að fullyrða neitt um það, hvort nafnið hefur afbakast eða
ekki, en hægt er að láta sér detta í hug að vatnið liafi einhverntíma
heitið Sýrvatn, því að sýr er fornt nafn á gyltu.
Ein af upptakakvíslum Vatnsdalsár nefnist Öldumóðukvísl og í
grennd við hana er Öldumóðuhöfði og Öldumóðuflá. Það er þó
nokkuð á reiki, hvernig menn segja þessi nöfn, því að sumir segja
Öldumóðarkvísl og Öldumóakvísl heyrist nefnd. Margir hafa brotið
heilann um uppruna þessara örnefna og ekki orðið á eitt sáttir.
Stórt öræfasvæði austur af Stórasandi heitir Öldur, og yfir þær
norðanverðar lá ævaforn Jjjóðleið, Skagfirðingavegur, vestur á Sand,
en hún lagðist niður seint á síðustu öld. Um þá leið var ortur vísu-
helmingurinn: „Átján öldur undir Sand eru á Sauðafelli“, og hafa
margir við hann prjónað ýmist fyrripart eða seinnipart. Á Öldum
er mjög öldótt landslag, en því er ekki til að dreifa við Öldumóðu-
kvísl og upptök hennar eru á Stórasandi langt fyrir vestan Öldur.
Ég vissi frá unga aldri að móða var vatnsfall og í mínum huga voru
móðurnar bæði vatnsmiklar og lygnar, en Öldumóðukvísl er hvor-
ugt. Svo bar það við fyrir nálægt 20 árum að ég var á ferð vestur