Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 30
28
H Ú N A V A K A
Hún segir um Stóru-Borg: „Skóg heiur jörðin átt góðan og gagnleg-
an og er hann nú eyddur, svo valla er rifhrís eftir. Þó nýta menn
enn til kolgjörðar”.
Um Gottorp segir: „Skógur sá er Asbjarnarnes átti í voru minni
og nú skykli í þann stað tilheyra þessu býli, er uppvisnaður og í
grunn eyðilagður, svo berbeinur einar og lítið rifhrís er eftir“. Á
það skal bent, að þá er Ásbjarnarnes í eyði. Gottorp fór í eyði vorið
1705, en það haust fór skoðunin fram. Gottrúp lögmaður, sem þá
hélt Þingeyraklaustur, átti báðar jarðirnar. Þó eru þær báðar í eyði.
Staðreynd er því, að skammt hafa skógarnvtjar náð til að bjarga
ábúðinni.
Um Vatnsenda segir: „Skóg beftir jörðin áður átt í eigin landi,
en er nú aldeilis eyddur". Munu jrá fulltaldar þær minjar um skóga
vestan Gljúfurár, sem Jarðabókin geymir.
Á lögmannsárum Þorleifs Kortssonar, trúlega 1675, voru karl og
kona brennd fyrir galdra í Húnavatnsþingi. F.r líklegt, að hann hafi
valið athöfninni stað. Varð hóll skammt fyrir norðan Vatnsenda
fyrir valinu. Hvað sem skógarleifum hefur liðið þar á þeim árum,
hefur ein af víðustu fjalldrapabreiðum héraðsins haldið velli jrar í
námunda til skamms tíma. En til Jress verks þurfti „20 gilda hrís-
hesta“, segir í jrjóðsögum.
Austan Gljúfurár getur Jarðabókin jressa: „Gilá: Skógarítak í
Kolamannahvammi í Blöndugili, þorir enginn með berum orðum
að eigna jörðina svo menn megi jrví vænast, en Iáta jró af sér heyra
að sú ítala mundi nokkur ef munnmæli gilda“. Það er ábendingar-
vert að jretta ítak skuli hafa fallið undir svo lítilsháttar býli, sem
Gilá er, og hefur verið. Slíkt féll sjaldan kotum í skaut. Fyrir Jretta
er þó ekki að synja með öllu, og geta erfðir hafa komið til. Það vek-
ur jró nteiri furðu, að þetta sama ítak er talið eign Holtastaðakirkju
1397, og jrað endurtekið 1745. En þau dæmir dr. Jón Þorkelsson
óvefengjanlega falsbréf, eins og áður segir. Þekkjast nt'i engin gögn,
er bendi til að dr. Jón fari þar ekki með rétt mál. Örnefnið Kola-
mannahvammur er nú óþekkt, en það sannar ekkert. Það gæti hafa
glatast. Samkvæmt gömlum málvenjum mun Blöndugil hafa talist
út að Þvergili, og meginhluti heimalands í Sellandi því talið í
Blöndugili. En brekkurnar sunnan Þvergils munu liafa verndað
skóg flestum húnvetnskum brekkum betur, enda efamál að hlýrri
blettir finnist í héraðinu. Mætti vel hugsa sér að Kolamannahvamm-