Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 152
150
HÚNAVAKA
viðkomandi sveita til fundar á
Blönduósi. Þar skýrði hann,
ásanrt orkumálastjóra og verk-
fræðingi, hugmyndir að fyrir-
hugaðri virkjun, ræddi við
heimamenn og kynnti sér skoð-
anir þeirra.
Samkv. upplýsingum Orku-
stofnunar er Blönduvirkjun ein-
liver liagkvæmasta virkjun á
landinu, og jafnframt sú örugg-
asta þar sem hún er utan jarð-
eldasvæða. Á grundvelli þessa
tilkynnti orkumálaráðherra 30.
des. sl., að hann myndi leggja
fram frumvarp til heimildar um
Blönduvirkjun.
Undanfarin ár hefur mikið
verið unnið að rannsóknum á
Blöndusvæðinu, nema sl. sumar,
en þá var aðeins unnið lítillega
að líffræðirannsóknum. Ennþá
munu því vera eftir um tveggja
ára rannsóknir.
Líklegasta framkvæmd virkj-
unarinnar er sú, að stífla Blöndu
við Reftjarnarbungu, og mynda
56,5 km2 uppistöðulón. Einnig
þarf að stífla við Kólkuhól,
sunnan við Áfangafell og í Galt-
arárflóa, til þess að missa vatnið
ekki burtu á þeim stöðum. Úr
miðlunarlóninu verður vatninu
síðan veitt eftir skurði norður í
Þrístiklu, þaðan um Smalatjörn,
Austara-Friðmundarvatn og út í
Gilsvatn. Úr Gilsvatni verður
vatnið leitt í skurði norður yfir
Heygarðaásflóa, Heygarðaás
austan við Stórabarð og Sel-
bungu og út á Háls fyrir ofan
Guðlaugsstaði. Þar er hugmynd-
in að sprengja lóðrétt göng fyrir
vatnið 300 metra niður í jörðina
og taka það þar inn í stöðvar-
húsið, sprengja síðan frárennslis-
göng þaðan til norðausturs og
veita vatninu aftur í Blöndu í
landi Syðri-Löngumýrar á móts
við Blöndudalshóla.
Gerðar hafa verið áætlanir um
fleiri leiðir, þar sem minna land
fer undir vatn, en engin þeirra
er talin jafn hagkvæm.
Áætlað er að virkjunin geti
framleitt um 135 megawött. Auk
þess er mögulegt að setja inn
vél á milli Smalatjarnar og
Austara-Friðmundarvatns, sem
gæti framleitt um 10 megawött.
Land það, sem áætlað er að
fari undir miðlunarlónið, er að
5/i hlutum á Auðkúluheiði og að
V4 hluta á Eyvindarstaðaheiði.
LTpprekstur á Auðkúluheiði eiga
Svínavatnshreppur, Torfalækj-
arhreppur og hluti Blönduóss-
hrepps, en á Eyvindarstaðaheiði
Bólstaðarhlíðarhreppur, L.ýt-
ingsstaðahreppur og hluti Seylu-
hrepps.
Margir fundir hafa verið
lialdnir og margar samþykktir
gerðar, en það verður ekki rakið
að sinni.
Jóh. Guðm.