Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 33
HÚNAVAKA
31
og heldur velli enn, og að því er ég best veit, ein síns liðs heima-
aldra stallsystra sinna, þótt leitað væri um allt héraðið.
Hitt örnefnið er Rjóðurháls í landi Guðrúnarstaða, og raunar tvö
önnur, sem við hann eru kennd (Rjóðurflá og Rjóðurá). Vissulega
segja þau lítið unt skógarnytjar, þótt trúlegt sé að þar hafi viður
vaxið. En víðir og hrís geta líka átt sín rjóður.
Næst verður Auðkúla. Þar eru örnefnin Skógarbrekka og Kúlu-
skógur. Ekki veit ég til að þar hafi fundist björk á þessari öld. Gæti
það þó hafa hent. Trauðla hefur hún staðið upprétt. jarðlæg björk
fannst norðan við túnið í Stóradal fyrir rúmum 40 árum. Nú er
þar tún.
Næst er Tindaskógur. Þar eru örnefnin Skógarbrekka og Skógar-
vað. Þar fór ég um 1920. Þá voru þar nokkrar birkihríslur, allar
iágvaxnar. Efa að nokkur þeirra hafi náð 140 sm. Veit ekki hve vítt
ríki þeirra náði þá. Hefi ekki séð þær síðan.
í landi Stóra-Búrfells, sunnan Tindaskógar, er dálítill reitur við
Svínavatnið, sem heitir Skógar. Mun óvíst um stærð hans. Þar voru
nokkrar hríslur 1920, eu allar jarðlægar.
Kolamannadrag er örnefni í landi Þramar. Þar er og örnefnið
Skógur, eu ég veit ekkert um þau. Mun nú óvíst hvar þau voru.
Sellandsskógur, Skógarbrekka, Skógarhöfði og Skógarhausar eru
öll í landi Sellands, nema Hausarnir. Þeir eru aðeins sunnan merkj-
anna, og því í Rugludalslandi. A þeim lifði jarðlæg björk fram undir
1934. Hún hefur og lifað til skamms tíma í Skógarbrekkum sunnan
Sellands. Afréttargirðing var reist 1908 skammt norðan Skógarhaus-
anna. Hún mun liafa kveðið upp dauðadóm yfir hríslunum þar.
í landi Fossa eru Birkihlíð og Skógarnes. Þar hef ég oft farið um,
en aldrei séð þar birkihríslu. Triilegt er að það skipti öldum síðan
sú síðasta féll þar.
1 Bólstaðarhlíð er Skógarhlíð, í Hjaltabakkalandi er Skógargata
og Skógarholt, og í landi Blönduóss er til Skógarbraut. Urn þessi
heiti veit ég ekki frekar.
í Ennislandi er Laulskálanes, hugljúft heiti, hvað sem að baki
þess stendur. Hjá Kúskerpi þekkjast Skógargötur, og hjá Vindhæli
Skógarliús og Skógaröxl. Þar mun ekki vænlegt til skógarhöggs nú.
O O O O O OO
Munu þá fulltalin þau skógaörnefni, sem fundust.
Þetta er enn ótalið: í hlíðinni milli Núps og Mánaskálar sá ég
nokkra smávaxna birkirunna 1954. Hæstu hríslurnar voru allt að