Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 141
HÚNAVAKA
139
Maria, gift Reyni Ástþórssyni trésmið. Systkini þessi búa í Reykja-
vík.
Björg Þóra, gift Stefáni Hólm verkstjóra, Sauðárkróki.
Pdll Jónatan málari, giftur Margréti Jónsdóttur, búa þau á Akra-
nes.
Öll börn þeirra lijóna voru hin mannvænlegustu og sum gædd
afburða námsgáfum, myndu þau liafa sómt sér vel í framhaldsskól-
um nú.
María var myndarhúsfreyja, er stóð fyrir barnmörgu heimili við
þröngan húsakost, eins og þá var víða í sveitum þessa lands. En
þrifnaður og myndarskapur liennar gaf heimili liennar reisn ásamt
vel gjörðum börnum.
Þótt húsakynnin á Bakka væru ekki mikil, bar lieimilið með sér
menningarsvip, þar voru gamlir gripir í lieiðri liafðir og snyrti-
mennska í umgengni og myndarbragur.
Á síðari árum hafði þeim hjónum tekizt að bæta lnisakynni, enda
voru þá eldri börnin vaxin. Þau hjón hættu búskap 1962 og fluttu
þá á ellideildina á Blönduósi, þar andaðist Páll 3. júní 1963. Um ára-
bil dvaldi María á Héraðshælinu, en síðast bjó lnin með Grími syni
sínum í Kópavogi. Var Grímur snemrna efnispiltur og góð stoð
heimili foreldra sinna. Hlaut María þar hið bezta skjól og atlæti og
var það henni ómetanlegt er kvölda tók um hagi hennar. Guð gaf
Maríu gott ævikvöld meðal ættfólks síns.
Þorlákur Jakobsson. Þann 25. júlí andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi Þorlákur jakobsson verzlunarmaður, Árbraut 17, Blöndu-
ósi. Hann var fæddur 10. júní 1888 í Vesturhópshólum. Voru for-
eldrar hans Jakob Gíslason, síðar bóndi á Neðri-Þverá í Vesturhópi,
og kona hans Sigurbjörg Ámadóttir á Neðri-Þverá. Neðri-Þverá er
ekki stór jörð og var Jakob þar leiguliði, en svo er að sjá, að fólki
hafi þar farnast vel og átt ]rar meðal annars margt barna, sem sterkir
ættstofnar hafa komið frá í Húnaþingi.
Þorlákur var elztur sinna systkina, sem voru 14, þar á meðal 10
synir og fimm þeirra urðu bændur í Húnaþingi. Á unglingsárum
dvaldi Þorlákur í Vesturhópshólum enda mun hann hafa borið nafn
Þorláks Þorlákssonar bónda þar. Þar var mikið myndarheimili, að
stjórnsemi og öllum búskap. Þorlákur ólst upp við sveitastörf, sein
voru honum kær, þó að þau yrðu ekki lífsstarf hans, heldur utan- og