Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 137
HÚNAVAKA
135
fjármálavit brást Hafsteini aldrei. Fór svo fram um nokkur ár, að
hann stundaði vega- og kaupavinnu og fjárhirðingar eða gegningar
á vetrum. En Hafsteini mun eigi hafa fallið það að vera annarra hjú
alla ævi. Hugur lians stcið til sjálfstæðis verklegs og fjárhagslegs.
Hann hóf búskap í Vöglum 1926 og bjó í Hnausum frá 1931 — 1934
sem leiguliði. flafði Hafsteinn fest ráð sitt 1927, er hann kvæntist
Soffíu Sigurðardóttur frá Másstöðum, dugnaðarkonu er lét sitt ekki
eftir liggja í búskapnum og var manni sínum kærleiksrík eiginkona.
Böm Soffíu og Hafsteins eru:
Guðrútj kennari, gift Páli Aðalsteini kennara, búsett í Mosfells-
sveit.
Jósefina Jóhanna, trúlofuð Jóhanni Albertssyni stýrimanni, búsett
í Reykjavík.
S gurbjörg, gift Runólfi Aðalbjömssyni bcinda í Hvammi í Langa-
dal.
Jónas Benediht, sambýliskona hans er Anna Guðmannsdóttir og
búa þau á Njálsstöðum.
Þá ólu þau hjón upp Hörð Jónasson sonarson sinn frá æskuárum.
Þau hjón, Soffía og Hafsteinn, munu hafa verið einhuga um, að
það mundi ekki vera framtíðin að vera leiguliðar. Þau festu kaup á
Njálsstöðum í Vindhælishreppi, þó að sú jörð væri að rnörgu leyti
c')lík he.’mahögum þeirra og aðkoman í lakara lagi. Er skemmst frá
því að segja, að Hafsteinn gerðist um árabil mesti afhafnamaður í
sinni sveit. Reisti hann þar ný peningshús og hlciðu og hóf mikla
ræktun og 1946 byggði hann allt samtímis, íbúðarhús, fjós og hlöðu
úr steinsteypu. Var það ekki eingöngu að búskapur lrans gæfi góðan
arð, heldur stundaði Hafsteinn mjög kaujr og sölu, kaupsýslu með
lifandi pening einkum ltross í umboði annarra og sjálfs sín. Þá var
hann forgöngumaður um hrossaræktarfélagið í Vindhælishreppi.
Hafsteinn var félagslyndur og starfaði að kaupfélagsmálum og var
ræðinn á mannfundum. Hann var hjálpsamur og gestrisinn, bók-
Iineigður, las einkum ljóð og ferðabækur. Hann ritaði á efri árum
sínum minningar sínar, er var hans tómstundaiðja. Hafsteinn var
svipmikill persónuleiki, hugdjarfur og sóknharður, en þó sat hann
eigi í hreppsnefnd. Er þau hjón voru tekin að þreytast á búskapnum
og börn þeirra vaxin og farin að heiman, brugðu þau búi og létu
jörðina í hendur syni sínum Jónasi, sem hefur búið þar síðan. Arið
1962 fluttu þau til Höfðakaupstaðar. Jafnhliða vinnu, sem þau