Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 182
180
HÚNAVAKA
uð reglulegir fundir yfir vetrar-
tímann.
Verkefni framundan eru mörg
og stór, en stefnt er að því að
sveitin eignist fleiri vélsleða og
bíl fyrir starfsemina.
Að endingu vil ég fyrir hönd
sveitarinnar þakka öllum, sem
stutt liafa okkur með ráðum og
dáð og óska þeirn alls góðs.
Gunnar.
MIKLAR BYGGINGA-
FRAMKVÆMDIR.
Skólinn var settur 6. október í
haust. í skólanum eru 153 nem-
endur er skiptast þannig: 111 að
Húnavöllum, en 42 í skólaselj-
unum að Flóðvangi, Fremstagili,
Guðrúnarstöðum og Húnaveri.
Skólabílar koma með nemendur
til skólans á mánudagsmorgnum
og sækja þá á föstudögum. Sjö til
níu ára nemendum er ekið dag-
lega hálfan veturinn í skólaselin.
Allmiklar breytingar urðu á
starfsliði skólans frá síðasta
starfsári. Hafþór V. Sigurðsson
lét af skólastjórn og fluttist til
Reykjavíkur. Við skólastjórn tók
Eggert J. Levy er starfað hafði
sem kennari við skólann sl. 3 ár.
Fastir kennarar eru: Haukur
Magnússon, Ingunn Sigurðar-
dóttir, Karl Lúðvíksson íþrótta-
kennari, Marteinn Ág. Sigurðs-
son smíðakennari, Þórður Páls-
son og Þórkatla Þórisdóttir
handavinnukennari. Stunda-
kennarar eru: Guðrún Bjarna-
dóttir, Hjördís Jónsdóttir, Jó-
hanna Magnúsdóttir og Vilborg
Pétursdóttir. Ráðskona er Þuríð-
ur Indriðadóttir.
Félagslíf nemenda skólans er
fjölbreytt. Áhugahópar um
handavinnu, Ijósmyndun, borð-
tennis, smíðar og skák starfa 3
kvöld vikunnar, en nemendur
skipuleggja k vö 1 d v ö k u á
fimmtudagskvöldum, dansað er
á eftir.
Skákáhugi er mikill. Jón
Torfason kemur tvisvar í mán-
uði og leiðbeinir nemendum í
skákinni.
„Litlu jól“ nemenda voru
haldin 18. desember. Sú ný-
breytni var tekin upp, að for-
eldrum barnanna var boðið að
koma á frumsýninguna (17. des.).
Nemendum skólaseljanna og
kennurum þeirra var einnig sér-
staklega boðið. Allir nemendur
og kennarar skólans voru sarnan
komin á hátíðinni. Skemmti-
atriði voru fjölbreytt að vanda
og tókst skemmtunin í alla staði
vel.
Á liðnu sumri var þriðja álma
skólans steypt upp. Á sumri
komandi er ráðgert að gera álm-
una fokhelda og fullgera skóla-
stjóraibústaðinn. Byggingafram-