Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 58
56
HÚNAVAKA
til Vesturheims, en hinn var Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöð-
unt, greindur maður og gegn. Synir hans eru þrír kunnir borgarar
á Siglufirði: Ragnar bæjargjaldkeri, Guðmundur kaupfélagsstjóri
við útibú KEA og Skúli byggingameistari.
7. Árni Halldórsson.
Ása byggir einn verkhygginn maður,
yfir fiður Yggs á kvon,
Árni smiður Halldórsson.
(Yggur: Óðinn, kvon: kona, kona Óðins: jörðin, fiðúr jarðar: vafa-
samt hvað merkir og þá einnig að ýfa fiður á jörðinni, kannske að
slá grasið).
Árni er fæddur á Stóra-Fjalli í Stafholtstungum 1778 og dáinn á
Tindum í Svínavatnshreppi 24. júlí 1843. Ætt hans hefir verið í
óvissu, en hér verður farið eftir rannsóknum Þormóðs Sveinssonar
fræðimanns á Akureyri, sem birtist í septemberhefti Heima er bezt
1971.
Faðirinn var Halldór stúdent Þorgrímsson sýslumanns í Mýra-
sýslu Sigurðssonar, sem dó ungur og ókvæntur, og hefir Árni senni-
lega ekki verið fæddur, þegar faðir hans lézt. Móðirin var skagfirzk
bóndadóttir, líklega í dvöl hjá frændfólki sínu þar syðra, Þórunu
Eiríksdóttir frá írafelli. Þórunn var af góðum ættum. Faðir hennar
var Eiríkur bóndi á írafelli (f. um 1718. d. 1805) Guðmundsson
sterka Björnssonar. Kona Eiríks og móðir Þórunnar var Þorbjörg
Sveinsdóttir prests í Goðdölum Pálssonar. Þormóður telur að Þór-
unn hafi dvalizt áfram syðra eftir að barn hennar fæddist, en kornið
barninu norður í Húnavatnssýslu til fósturs hjá frændfólki sínu þar,
og að fósturforeldrarnir hafi verið hjónin Halldór Einarsson og
Svanborg Guðmundsdóttir. Þau hjón komu vestur að Auðkúlu vor-
ið 1768 með séra Markúsi Pálssyni, sem þá flutti frá Miklabæ í
Blönduhlíð að Auðkúlu, er hann fékk það prestakall. Halldór var
fæddur 1720 og dáinn 1802, sem gestur að Gilhaga í Skagafirði, en
átti þá heimili að Blöndudalshólum. Ætt hans er ókunn. Svanborg
Guðmundsdóttir er fædd um 1715 og dáin á Tindum 25. júní 1804.