Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 95
HÚNAVAKA
93
eftir mann sinn látinn. Börn þeirra voru tvö: Guðrún (f. 1770) og
Björn (f. 1772). Guðrún giftist Þorleifi Þorleifssyni í Mjóadal. Son-
arsonur þeirra var Frímann Björnsson í Hvammi í Langadal, og
frá einni dótturinni, Oddnýju, er komin Sumarrós Garðarsdóttir
kona séra Birgis Snæbjörnssonar á Akureyri. Björn Ólafsson kvænt-
ist Þórunni Helgadóttur ekkju Guðmundar Jónssonar á Bollastöð-
um. Meðal niðja þeirra voru þeir bræður, Brynjólfssynir, sem fluttu
til Vesturheims, Skafti þingmaður í Cavalier í N. D. og Magnús
lögmaður og saksóknari í Pembína. Hér er nú nóg komið um Ólaf
Arason, og verður þá horfið að því að segja frá hinum bróðurnum,
Birni, föður Ólafs hreppstjóra í Mjóadal.
Björn Arason er fæddur í Syðri-Mjóadal 1735. Hann býr þar árin
1758—93, en brá þá búi og dvelur hjá syni sínum Ólafi til æviloka
20. sept. 1805. Kona Björns var bóndadóttir frá Reykjum, Ingibjörg
Illugadóttir, fædd um 1729. Illugi (f. 1693) er við manntalið 1703
hjá rnóður sinni á Ytri-Löngumýri, Guðrúnu Jónsdóttur búandi
ekkju þar. Kona Illuga á Reykjum hét Margrét Sæmundsdóttir.
Rúnrlega tvítugur að aldri hóf Ólafur Björnsson búskap í Syðri-
Mjóadal, þegar faðir hans brá búi vorið 1793, og bjó þar til 1798 er
hann flutti búferlum að Reykjum og bjó þar og á 4 öðrum býlum
í Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppum til æviloka 19. apríl 1849.
Ólafur gegndi hreppstjórastörfum í Bólstaðarhlíðarhreppi og fyrir
vestan og þótti vel farnast. En ekki þótti liann mikill búmaður. Ól-
afur var bráðgáfaður og vel að sér. Lögfróður var hann og gekk
undir nafninu Mála-Ólafur. Tók hann mikinn þátt í málarekstri í
Húnaþingi. „Mörgum þótti hann heldur djarffærinn í málum“.
(Húnvetningasaga). Ólafur var léttlyndur og glettinn. Hann var ná-
lægt meðalmaður á hæð, en grannvaxinn, glaðlegur og viturlegur
í bragði.
Kona Ólafs var Gróa Ijósmóðir Ólafsdóttir á Holtastöðum Guð-
mundssonar Skagakóngs, bróðurdóttir Björns hreppstjóra á Auðólfs-
stöðum. Þau hjón áttu 3 dætur: Ósk, sem átti Jón Jóhannesson á
Beinakeldu, Ingibjörgu, sem átti sér Jón Jónsson í Otradal og Odd-
nýju, sem átti Ólaf Jónsson alþm. á Sveinsstöðum. Miklar ættir eru
frá þeim systrum, sérstaklega tveim þeim síðari.
Björn Jónsson (f. 1749, d. 11. ág. 1825) prestur í Bólstaðarhlíð var
iimmti maður í beinan karllegg frá Birni Magnússyni bónda í Ból-