Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 117
HÚNAVAKA
115
sem er samvalin. Þessir menn hafa líka meiri skilning á því hvað
þarf, til að hægt sé að gera út svona skip, heldur en ég hef orðið var
við annars staðar. Þarna er betur liugsað um veiðarfærin og þau
áhöld, sem eru um borð, heldur en nokkurs staðar þar ég sem var
áður og umgangur um skipið er mjög til fyrirmyndar og ég er mont-
in af því, þegar ég fer um borð í samskonar skip að Arnar er eitt
af þeim allra bestu, hvað umgengni snertir og byggist það auðvitað
fyrst og fremst á því, að þarna eru næstum alltaf sömu mennirnir.
Þeir líta líka á þetta sem heimili sitt. Enda eru þessir menn þarna
um borð 10—11 mánuði á ári. Fríin eru ekki meiri en það hjá þeim.
Margir af þessum nýju skuttogurum okkar hafa orðið fyrir ýmsum
óhöppum, vélar hafa bilað og fleira og fleira komið fyrir og þeir
hafa stöðvast misjafnlega lengi. Menn kannast nú t. d. við spænsku
veikina. Menn voru farnir að tala um það, að eitthvað líkt væri að
koma upp í japönsku skipunum og í örfáunr urðu einhverjir erfið-
leikar, en við höfum verið sérlega heppnir. Hjá okkur hefur nánast
ekkert komið fyrir, aðeins einu sinni höfum við verið stopp í fjóra
daga, það brotnaði tannhjól, sem ekki var hægt að fá annars staðar
en erlendis frá. Önnur óhöpp hafa ekki orðið, enda úthaldsdagarnir
með því allra mesta, sem er hjá skuttogurum frá því Arnar kom.
Arið 1485. Höfðu krákur og krummar og aðrir fuglar ógnarlegan rifrildiv
gang í loftinu. Eftir kom mikið slríð milli engelskra og franskra.
Skarðsárannáll.
Arið 1685. Brenndur Halldór Finnbogason úr Borgarfirði, er kallaður var
Grágunnuson, fyrir margfalda guðlöstun. Hann hafði snúið faðir vor, skrifta-
ganginum og fyrsta versi sálmsins, Eilífur guð og faðir kær etc. upp á andskot-
ann, talað háðulega um heilagt altaris sakramentum og heitast við að ganga
aftur, ef hann væri deyddur. Einnig sagt sig haft hafa í svefni samtal við djöful-
inn í sáttmálanafni.
Vallaannáll.