Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 22
20
HÚNAVAKA
kýr, kindur og hross hafa verið algengustu húsdýrin þar eins og víð-
ar, en einnig hafa verið alin þar hænsni, geitur, svín, endur og jafn-
vel refir voru urn skeið aldir þar í búrum.
Búskapur hefur farið minnkandi hin síðari ár. Alllangt er síðan
liætt var mjólkurframleiðslu í sjálfu kauptúninu, en stundum eru
alin þar geldneyti til slátrunar.
Hrossaeign er nokkur, og l'ærist sú íþrótt í vöxt að eiga hross og
temja. Lóðum til hrossaeigenda hefur verið úthlutað upp með Svín-
vetningabraut og tamningastöð hefur oft verið rekin hin síðari ár.
Hrossaeign 1975 var 258 hross.
Sauðfé var 1941 kind 1975, en hefur oft verið fleira. Erfitt og
dýrt er að koma því á afrétt og heimahagar rýrir.
Tvö býli eru í landi Blönduóss bæði innan ár. Hnjúkahlíð er
nýbýli úr Hnjúkalandi upp með Svínvetningabraut. Þar byggði upp
og ræktaði á árunum 1942—’44, Skafti Kristófersson, sem býr þar
enn. Kleifar eru upp með Blöndu rétt fyrir ofan kaupttmið. Þar
byggði upp og ræktaði núverandi bóndi Kristinn Magnússon. Hann
flutti þangað árið 1952. Báðir þessir bændur búa nú að mestu við
sauðfé.
„Hver sem lítur Blönduósborg — burtu kastar allri sorg,“ stendur
í gömlum skemmtibrag, sem eitt sinn var ortur fólki til skemmt-
unar á gleðistund. Hvort það er sannmæli skal ósagt látið, en félags-
og skemmtanalíf hefur staðið með misjafnlega miklum blóma eins
og víðar hér á landi í kauptúni af líkri stærð.
Umf. Hvöt var stofnað 1924 og hefur síðan haldið uppi félags-
starfsemi flest ár einkum íþróttum og þá aðallega frjálsum íþrótt-
um og fótbolta, einnig leikstarfsemi og fundahöldum auk einstakra
skemmtana. Formaður þess er Valur Snorrason.
Kvenfélagið Vaka var stofnað 1928. Það hefur alla tíð síðan starf-
að að líknar- og framfaramálum auk margvíslegra skemmtana, hald-
ið hlutaveltur, bögglauppboð, þorrablót og staðið fyrir alls konar
söfnun. Formaður er Þorbjörg Bergþórsdóttir.
Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 1959. Hann starfar að ýms-
um líknarmálum með kjörorðinu: Þjónið öðrum. Hann heldur
einnig skemmtanir fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Formaður er
Torfi Jónsson.
Leikfélag var upphaflega stofnað um 1926. Það liefur síðan starf-
að með misjafnlega miklu fjöri. Sýnt leikrit eins og Skugga-Svein,