Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 164
162
HÚNAVAKA
húsinu í beinum tengslum við
nýbygginguna. Heildarbygging-
arkostnaður er áætlaður, miðað
við byggingavísitölu frá I. nóv.
1975, 1986 stig, 213 milljónir.
Svarar þessi upphæð til 118 þús.
kr. á hvern fermetra, eða um 33
þús. kr. á rúmmetrann. Kostnað-
ur vegna búnaðar er áætlaður
um 30 milljónir. Samtals er
kostnaðaráætlunin um 243
milljónir. Eins og ég gat um
áður, eru umræddar teikningar
ekki enn komnar í höfn, og verð-
ur því á þessu stigi málsins ekki
sagt með vissu, hvenær af fram-
kvæmd getur orðið. Allt bendir
þó til þess, að af framkvæmdum
geti ekki orðið á árinu 1976, en
þær hefjist á árinu 1977 og þá
verður viðbyggingunni senni-
lega lokið á þremur árum. Eins
og áður hefur verið getið í þess-
um fréttapistlum verður hluti
heimamanna 15% á móti 85%
frá ríkinu, í heildarkostnaði við-
byggingarinnar. Rekstur heilsu-
gæzlustöðva mun aftur hvíla á
sveitarfélögum.
Annað varðandi heilbrigðismál
i Austur-Húnavatnssýslu.
Þann 22. maí 1975 var Eyrún
Gísladóttir sett hjúkrunarkona
við h e i 1 s u g æ z 1 u stöðina á
Blönduósi, frá 1. maí 1975 að
telja. Með komu frú Eyrúnar til
starfa við heilsugæzlustöðina, er
stigið enn eitt skref í þá átt að
veita héraðsbúum meiri heil-
brigðisþjónustu. Frú Eyrún
mun starfa með læknunum við
almenna læknisþjónustu, hjúkr-
un og eftirlit í heimahúsum,
ungbarnaeftirlit og ónæmisað-
gerðir svo eitthvað sé nefnt. Auk
þessa starfar frú Eyrún sem heil-
brigðisfulltrúi hjá heilbrigðis-
nefnd Austur-Húnavatnssýslu.
Við bjóðum fri'i Eyrúnu vel-
komna til starfa við heilsugæzlu-
stöðina á Blönduósi, en hún hef-
ur unnið við Héraðshælið árum
saman, }dó hún breyti nú um
starfsvettvang.
Um síðustu áramót voru 20 ár
liðin frá því að Héraðshælið var
tekið í notkun. Fáum hefði dott-
ið í hug þá, að að 20 árurn liðn-
um væri stofnunin orðin of lítil
og undirbúningur að stækkun
vel á veg kominn. Fyrir 10 árum
var Héraðshælinu gerð góð skil
hér í Húnavöku og verður því
ekki nú farið út í sögu þess.
Stöðugt er haldið áfram endur-
bótum og viðhaldi stofnunarinn-
ar, en eins og eðlilegt er verður
viðhaldið nú stöðugt hærri út-
gjaldaliður. Áður en langt um
líður verður að endurnýja þak
Héraðshælisins, glugga og renn-
ur, mun það allt kosta mikið fé.
Eins og áður hafa stofnuninni
borizt margar góðar gjafir frá
einstaklingum og félagasamtök-