Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 136
134
HÚNAVAKA
börn þeirra hlutu í vöggugjöf, en nokkurt mótlæti og mæða virtist
sækja Jónas föður þessara barna, missti hann bæði rnóður og konu
síua á besta æviskeiði. Var elsta barn þeirra hjóna nýfermt, en það
yngsta kornabarn. Hætti Jónas bóndi bráðlega búskap og kom börn-
um sínum í fóstur. Urðu þau öll hin mannvænlegustu og hafa hafið
sig til hagsældar, svo að þau hafa staðið í fremstu röð meðal bænda
og búaliðs. Kemur þar til skapfesta, að brjótast áfram og lialda til
jafns við aðra um veraldargæði, félagsmál og framkvæmdir eftir
kröfum tímans, en að hinu leytinu
góðgirni og brjóstgæði þeim sem eiga
í erfiðleikum.
Hafsteinn Jónasson var á fimmta
árinu, þegar móðir hans andaðist. Var
honum komið fyrir í fóstur til Sveins
Stefánssonar og Jósefínu Jósefsdóttur
í Hamrakoti á Asum. Voru Hafsteini
þessi umskipti minnisstæð, er hann
missti ástríka móður og var fluttur frá
stórum systkinahóp til gamalla hjóna,
er eigi höfðu eignast barn. F.n hjá þess-
um gömlu hjónum leið Hafsteiui vel,
enda bar hann ávallt hlýjan hug til
þeirra, og tók fóstru sína til sín, þeg-
ar hann hafði ráð á. Fóstri lians and-
aðist þegar Hafsteinn var 13 ára. Réð-
ist Hafsteinn þá í ársvist og skyldi árs-
kaup hans vera ný fermingarföt og stígvél og annað tilheyrandi. Er
fermingardagurinn rann upp fyrirfaunst kirkjan engin í Vatnsdaln-
um, Jrví að hún hafði brunnið. Reið þá Hafsteinn einn síns liðs langt
framan úr Vatnsdal til Þingeyrakirkju og hlaut Jrar fermingu og
blessun Drottins. Allt Jretta ber vott um rnarga J)á eðlisjrætti er ein-
kenndu Hafstein, að hann var alla ævi ráðagóður og vildi halda til
jafns við aðra og bera höfuðið hátt, Jrótt veraldargengið væri tak-
rnarkað. Eigi sló Hafsteinn slöku við að borga fötin með elju sinni,
Jiví að húsbóndinn fékk honum lamb í ofanálag á skrúðann. Haf-
stein langaði ungan til að læra smíðar, en efni voru engin né stuðn-
ing að fá. Allt bendir til, hefði sú raun orðið með smíðalærdóminn,
að mikið hefði Hafsteinn byggt og haft yfir mörgum að segja, því að
Hafsteinn J. Jónasson.