Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 120
118
HÚNAVAKA
væri það mikilsvert, el eitt kjördæmi veitti einbeitt fylgi sitt í þessu
efni.
Að öðru leyti finn jeg eigi ástæðu til Jjess, að vera margorður.
Eptir því sem mjer er frekast kunnugt, eru allir á eitt mál sáttir
um það, að taka frumvarpi stjórnarinnar, „er fer fram á, að ráðgjaf-
inn fyrir ísland skuli eigi að eins kunna íslenska tungu og eiga
sæti á aljringi, heldur og að stjómarráðið fyrir ísland skuli hafa að-
setur í Reykjavík", eins og segir í boðskap konungs vors 10. jan.
þ. á. Ef jeg skyldi verða kosinn til alþingis greiði jeg atkvæði mitt
með Jressu frumvarpi og engu öðru, enda mun jeg einnig greiða at-
kvæði gegn öllum breytingum og viðaukum við frumvarp stjórnar-
innar, nema því að eins að full vissa sje fyrir því, að stjórnin að-
hyllist Jrær eða þá.
Viðvíkjandi bankamálinu vil jeg geta Jjess, að jeg get eigi álitið
rjett að aukaþingið gjöri neinar fullnaðarályktanir í því máli, en
ef nauðsynlegt er að auka peningamagn landsbankans, Jjá sje jeg
eigi neitt því til fyrirstöðu, að auka seðla landsbankans upp í 1
miljón, ef seðlarnir eru tryggðir, eins og segir í áliti Þjóðbankans.
Að því er snertir veðdeild landsbankans, tel jeg sjálfsagt að auka
hana, ef þörf er á.
Að því er snertir önnur mál, mun Húnvetningum kunnugt um,
að jeg vil af alhuga styðja landbúnaðinn, efla menntun Jojóðarinnar
og alla atvinnuvegi landsmanna. En hversu æskilegar sem framfarir
í þessum efnum eru í sjálfu sjer, þá hefur Jró sagan sýnt Jrað og marg-
sannað, að lögboðnar framfarir eru beinlínis skaðlegar, þar sem
menn eru eigi orðnir sannfærðir um nytsemi Jneirra. Þó að jeg hafi
sett merkið hátt, þá er mjer ljóst, að vjer verðum að fara af stað með
fullkominni gætni. Jeg skal þannig geta Jress, að það er eptir atvik-
um ekki rjett að leggja miklar skyldur á menn til þess, að mennta
börn sín, fram yfir Jnað sem er nú. En J^ar sem menn sýna áhnga í
þessu efnið þar á að rjetta mönnum öfluga hjálparhönd.
Það er mín von, að landið og þjóðin eigi mikla framtíð fvrir
höndum. En j:>á megum vjer íslendingar eigi slíta út kröptum vor-
um í innbyrðis ófriði og illdeilum. Vjer verðum að verja kröptum
vorum óskiptum til þess að vjer getum komist á braut framfara og
hagsældar. Það getur enn Jiá komið sá tími, að vjer verðum taldir
meðal hinna fremstu þjóða. Þetta er eigi kornið undir liervaldi eða
mannfjölda. Það er miklu fremur komið undir siðferðislegu þreki,