Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 92
BJARNI JÓNSSON, Blöndudalshólum:
Forgöngumenn verzlunarkærunnar
úr Bólstaéarklíáarkreppi 1797
i.
í ritinu Húnaþing 1. bindi birtist ítarleg og merk ritgerð eftir
Sigfús Hauk Andrésson þjóðskjalavörð um verzlunina í Höfðakaup-
stað, þar sem hann rekur galla þá og óstjórn, sem Húnvetningar áttu
við að búa í verzlunarsökum á fyrstu áratugum hinnar svokölluðu
fríhöndlunar. Sýslumaður Húnvetninga, Isleifur Einarsson síðar
dómstjóri, studdi héraðsbúa drengilega í deilum þeirra við Höfða-
kaupmenn og sókninni til bættra verzlunarkjara.
Hámarki náðu þessar verzlunarkærur Húnvetninga sumarið og
haustið 1797. Þá bárust sýslumanni alls 7 kærur frá sýslubúum, sem
hann framsendi rentukammerinu ásamt jrýðingum á dönsku. Grein-
arhöfundur tekur svo upp í ritgerð sína kæruna úr Bólstaðarhlíðar-
hreppi, sem liann telur að hafi verið „einna skeleggust þeirra og
skipulegust".
Kæra þessi er dagsett að þingstað hreppsins, Bólstaðarhlíð, 20.
sept. 1797. Undirskriftunum má skipta í þrjá flokka. Fyrst koma
26 bændur, sem skrifa undir kæruna nöfn sín og heimili, þá koma
2 nöfn, þar sem ekki eru tilgreind heimili, en hafa að yfirskrift:
,,hreppstjórar“, og hafa þeir samið skjalið. Þessir 28 menn hafa því
verið staddir í Bólstaðarhlíð umræddan dag, 20 .sept. Hreppstjór-
arnir hafa stefnt bændunum þangað til fundar. Upp á skjalið skrifa
svo síðar báðir sóknarprestarnir, sem eiga búsetu í hreppnum, og
fer sú undirskrift fram að Blöndudalshólum 26. s. m. Hvernig voru
svo heimturnar?
Árið 1797 voru 42 byggð býli í Bólstaðarhlíðarhreppi og búend-
ur jafn margir. Við undirskrift verzlunarkærunnar komu fram alls
30 nöfn, þegar prestarnir eru taldir með, sem skrifuðu upp á kæru-