Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 76
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON:
Jaréabótaíélag Svínavatns- og
BólstaáarKlíéarbreppa 1842-1863
Framháld.
Þetta sama ár var töluvert unnið að öðrum jarðabótum, og er
þeirra getið í „Norðra“ 9. blaði 1854. Alls var unnið hjá 14 mönn-
um, bæði leiguliðum og sjálfseignarmönnum. Byggðar voru tvær
heyhlöður, á Gunnsteinsstöðum yfir 300 hesta og í Hvammi yfir
120 hesta. Á Tindum var grafinn brunnur, tíu álna djúpur og
að jrrem fjórðu hlutum höggvinn í móberg. Aðrar framkvæmdir
voru sem hér segir:
Plæging .................. 6600 ferfaðmar, senr eru um 2,35 ha
Sléttaðir ................. 807 ferfaðmar, sem eru um 0,28 ha
Túngarðar.................. 114 faðmar, senr eru um 215 m
Traðagarðar ................ 69 faðmar, sem eru um 130 m
Flæðigarðar ............... 560 faðmar, sem eru um 1050 m
Flæðiskurðir .............. 600 faðmar, sem eru um 1130 m
Lofuð vinna var 101 dagsverk, en metin dagsverk urðu 382 svo
augljóst er, að ekki var lofað upp í ermina.
A þessum árum stóð hagur félagsins allvel. Nokkrir fleiri gengu
í félagið 1854 og 1855, og var haldið áfrarn með jarðabætur með
svipuðu sniði og áður, nema hvað túnsléttun jókst stöðugt. Björn
Erlendsson, sem áður er getið, ferðaðist milli bænda og plægði upp
óræktað land, auk Jress sem hann plægði og herfaði flögin, sem hafði
verið rist ofan af. Þeir blettir, sem unnir voru utan túns, voru ýmist
notaðir til kartöfluræktar eða í þá var sáð gras- eða hafrafræi, væru
jreir hreyfðir nokkuð meira á annað borð. Hafrarnir spruttu vel,