Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 184
182
HÚNAVAKA
ol.umöl á Árbraut að hliðinu
heim að Kvennaskólanum og
Þverbraut milli Árbrautar og
Húnabrautar, á Vallarbraut frá
Húnabraut og langleiðina upp
að Mýrarbraut, á Melabraut af
Húnabraut upp á móts við norð-
austurhlið verslunarhúss K. H.
Þá var lagt á Blöndubyggð, án
undirbyggningar, frá Aðalgötu
þ. e. frá horninu þar sem gamla
samkomuhúsið er og rétt upp
fyrir Einarsnesið, og á sundið
milli kirkjunnar og Helgafells
eða milli Aðalgötu og Brim-
slóðar.
Á götur var alls lagt á um 854
m, en einnig var lagt á bílastæði
Félagsheimilisins og K. H., á
barnaskólalóðina, á lóð Búnað-
arbankans, Fróða og Vísis, auk
nokkurra lóða einstaklinga. Alls
var lagt á bílastæði og lóðir um
9921 m2, þar af í eign félaga og
einstaklinga 4882 m2, sem
greiddu fyrir verkið. Heildar-
kostnaður varð um kr.
20.235.000,00, þar af greiða
aðrir en sveitarsjóður kr.
5.370.000,00.
Um leið og minnst er á gatna-
gerð er rétt að minna á, að hafist
var handa um gerð hraðbrautar
í gegnurn Blönduós eða út frá
Blönduósi. Þótt hætt hafi verið
í miðjum klíðum ber að fagna
þessari framkvæmd. Vonandi
verður verkinu lokið á þessu ári.
Nátengt gatnagerð er lýsing
gatna. Þar var gert stórt átak og
sett upp 29 götuljós og var ekki
vanþörf á. Heildarkostnaður
varð kr. 2,8 millj. Nauðsynlegt
er að setja ljós neðst á Mela-
brautina, á Norðurveg upp frá
brúnrii og á Þingbrautina.
Þá var fyrsti gangstéttarstubb-
urinn steyptur frá Tilraun og
langleiðina upp Sneiðinginn,
sem eitt sinn hét, en er nú Aðal-
götubrekkan. Það var gert ein-
göngu til þess að koma í veg fyr-
ir að móhella bærist með regn-
vatni í skólpleiðsluræsin. Við
leggjum hins vegar ekki gang-
stéttir meðan við höfum von um
hitaveitu.
Holræsi voru lögð í Hlíðar-
braut, Urðarbraut og Mela-
braut. Þá var gerð rotþró við
Hvassafell. Eytt var í holræsi um
1,1 millj. króna.
Vatnsæðar voru lagðar í nýjar
götur vegna nýbygginga. Þá var
aðalvatnsæðin vestan Blöndu-
brúar flutt vegna nýbyggingar
hraðbrautarinnar um kauptún-
ið. Gerður var brunnur skammt
frá Dýhóli og lögð leiðsla þaðan
og upp í Dýhólsbrunninn, en
dæla verður vatninu jrangað
upp. Þarna fást um 4 sekúndu-
lítrar. Heildar vatnsmagn vatns-
veitunnar er nú um 26 sekúndu-
lítrar og er Jrað meira en nóg allt
árið um kring, nema í sláturtíð-