Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 40
38
H Ú N A V A K A
minjavörð, með tilliti til kirkjulegra stofnana, sem félagið mun
beita sér fyrir að rísi á hinum fornhelga stað. Má í því sambandi
nefna biskupssetur, skólastofnanir og í tengslum við þær fyrirhug-
aðar sumarbúðir.
Stjórn félagsins var löngu
ljóst, að eitt brýnasta verkefnið
var bygging nýs steingarðs um-
hverfis dómkirkjuna og hefir Al-
þingi veitt, undanfarin þrjú ár,
fjárveitingar til þessara fram-
kvæmda.
Var að því ráði horfið, að
hlaða garðinn úr íslensku grjóti,
er flutt hefir verið utan úr
Mallandsskriðum á Skasa os
hefir verið unnið að verkinu tvö
sl. sumur. Fyrirhugað er að ljúka
síðasta áfanga verksins á sumri
komenda. Það má geta þess, að á fjárlögum þessa árs, hafa Hóla-
félaginu verið veittar 2 millj. kr. frá Alþingi og er það í fyrsta
sinni, er Hólafélaginu er ætluð jafnstór upphæð til uppbyggingar
Hólastaðar og Skálholt hefir þegið undanfarin ár, af opinberu fé.
Félagið hefir haft færustu mönnum á að skipa við framkvæmdir
verksins og er garðurinn í senn traustur og haglega gerður. Mun
hann og falla vel inn í framtíðarskipulag staðarins.
Einnig Iiefir Gvendarbrunnur verið lilaðinn upp og lagfærður
fyrir tilstuðlan Hólafélagsins.
A síðasta aðalfundi Hólafélagsins 17. ágúst 1975, var samþykkt,
að stofnsetja bókasafn, er í framtíðinni yrði í tengslum við stól og
skóla. Eins og kunnugt er, var fyrsta prentsmiðja á Islandi reist á
Hólum í Hjaltadal, þ. e. prentverk Jóns biskups Arasonar. Munu
allmargar og merkar bækur hafa verið prentaðar þar í kaþólskum
sið. Varð sú prentsmiðja síðar undirstaðan að prentverki Guðbrands
biskups, en á hans dögum voru meiri afrek unnin í íslenskri bóka-
gerð en þekkst hefir á Islandi fyrr og síðar, þar sem átt er við Guð-
brandsbiblíu, er margir telja fegurstu biblíu, sem prentuð hefir
verið á Norðurlöndum. Auk þess voru prentaðar í tíð Guðlirands
tugir annarra bóka, svo sem sálmabækur, predikanir o. fl.
Fagurt mannvirki úr islensku grjóti.