Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 143
HÚNAVAKA
141
innan við ána. Þótt þar væri oft úfinn sjór og seltnríkur, þá var þar
þó fagurt oft við lygnan Hnnaflóa á vordögum, og gagnsamt að búa,
er silungurinn gekk með sandinum. En er Þorlákur var orðinn starfs-
rnaður kaupfélagsins, varð hann og fólk hans með fyrstn landnemum
á austnrbakka Blöndu og byggðu þar sín íbúðarhús í grennd við
hvort annað, en börn þeirra hjóna eru öll búsett á Blönduósi. \;ar
það þeim hjónum til gleði og uppörvunar. Synir þeirra hjóna höfðu
reist þar Vélsmiðjuna Vísi í samvinnu við Kaupfélag Húnvetninga
og stóð Jrað hlutafélag um 10 ára bil. Starfaði Þorlákur Joá við Vél-
smiðjuna meðan kraftar entust, er synir hans voru orðnir einka-
eigendur hennar.
Þorlákur var guðrækinn maður og vinur heilagrar kirkju. Sat í
sóknarnefnd um 30 ára bil og var þá jafnan gjaldkeri. Hin síðari ár,
er þau hjón voru rnjög þrotin að heilsu, dvöldu þau á sínu heimili,
eða á Héraðshælinu á Blönduósi og að síðustu þar um árabil. Fór
ekki framhjá fólki ástúð þessara öldnu hjóna, er héldust í hendur
til endadægurs.
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir. Þann 15. desember andaðist í
Landsspítalanum í Reykjavík Guðrún Sigríður Sigurðardóttir hús-
frú í Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi. Hún var fædd 18. aprd
1923 á Leifsstöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Voru foreldrar hennar
hjónin Sigurður Benediktsson bóndi og kaupmaður á Leifsstöðum
og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Torfustöðum. Systkini
Guðrúnar voru 5 að tölu. Ólust þau systkinin upp við bústörfin og
sáu fyrir sér hagsýni og atorkusemi foreldra sinna, samfara reglu-
semi. Var jætta þeim góður skóli, er út í lífið kom.
Guðrún gekk ung í Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Árið 194ö
31. des. giftist Guðrún Guðmundi Tryggvasyni bónda og trésmið í
Finnstungu, myndar- og dugnaðarmanni.
Böm þeirra hjóna eru:
Grétar Finndal trésmiður á Blönduósi, kvæntur Ingunni Gísla-
dóttur frá Hofi í Vatnsdal.
Heimir tæknifræðingur.
Aslaug, gift Halldóri Maríassyni bónda í Finnstungu.
Svanhildur sjúkraliði. Þessi 3 systkini eiga heima í Finnstungu.
Áður en Guðrún Sigurðardóttir giftist, eignaðist hún son, Garðar
Kristjánsson, sem nú dvelur ókvæntur í Ástralíu.