Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 114
112
HÚNAVAKA
fylgjast kannske betur með og kynnast þessum nýju skuttogurum.
Vilt þú nú segja okkur lauslega frá einni veiðiferð.
Já, ég hef gert [rað, síðan ég byrjaði í þessari útgerð og farið einn
eða tvo túra á ári til Jress að fylgjast með og komast betur inn í lífið
um borð, og kynnast mannskapnum, sem er hjá okkur. Ég held að
það sé mjög gagnlegt. En það verður að taka fram, að þó maður fari
svona túr yfir hásumarið Jrá er Jrað ekkert svipað því og á veturna,
Jregar allt tr frosið í höndunum á manni og vonskuveður og haldið
áfram jafnvel þótt komin séu 10 til 11 vindstig. Ég fann strax mun
á Jrví þegar maður fór í garnla daga á síðutogurunum hvort verið
var á veiðum í september eða júní—júlí. September er nú yfirleitt
ekki sérlega slæmur mánuður. Það var gífurlegur munur á því og
ég held að menn þurfi ekki að halda lengi út á vetrum á togurum,
Jrótt þeini þyki það þægilegt og gott á sumrinu. Það þarf alveg sér-
staka manngerð í þetta til að halda Jjað út á veturna. Nú ég ætti
kannske fyrst að segja þér frá túr, sem ég fór á Grænland, á síðu-
togara. Við vorum á veiðum þarna í Júlíaneháb, sem ég er alltaf að
minnast á. Helgi var talinn mikill snillingur að veiða þar og veiddi
stundum eftir einhverjum teikningum, sem hann hafði hjá sér og
stundum eingöngu eftir eðlisávísun. Ég kom sjaldan þarna upp í
brúna, þegar verið var að veiðum, en mér var sagt, að hann hefði oft
á tíðum ekki viljað láta menn fylgjast allt of vel með Jrví, viljað
halda þessu útaf fyrir sig. En menn gerðu Jrað oft að sigla kannske
á eftir honum, nákvæmlega í sömu slóðina, alveg í kjölfarið. Þeim
gekk það mjög misjafnlega. Hann gerði J>að kannske af skömmum
sínum J>á að halda áfram eins og hann væri að toga og vera þá raun-
verulega að hífa upp og menn misstu svo trollin sín útaf syllunum
því þarna eru syllur, eins og í fjallshlíð og hann togaði venjulega
eftir þeim og virtist geta beygt fyrir hverja snösina á fætur annarri
án þess að nokkuð kæmi fyrir hann, þótt aðrir næðu þessu ekki. Ég
minnist j>ess að eina nóttina var ég uppi hjá stýrimanni og hann var
einmitt að benda mér á dýptarmælinn, þar sem að fisklóðningar
korna líka fram og hann sagði við mig, þegar kom þarna mikill
kökkur, eða svört sletta á pappírinn, að þarna væri fiskur og um
leið og búið væri að draga í gegnurn þessa lóðningu, þá væri trollið
sennilega fullt. Þetta var svartur blettur alveg niður við botn og þá
mundi hann hífa og sagði að trollið væri þarna 100—200 faðma fyrir
aftan skipið, en við vorum ekki komnir nema svona 100 faðma þeg-