Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 124
122
HÚNAVAKA
og útrýma illgresi. Akrarnir eru plægðir nokkrum sinnum að sumr-
inu, svo að illgresið drepist.
Þá er það sérkennilegt fyrir okkur úr því gaddavírslandi Islandi
að sjá hvergi girðingu, nema þar sem gripir eru á beit, en vestur-
íslendingar töluðu ávallt um gripi, jregar talað var um nautpening.
í byggðum íslendinga norður af Winnipeg, t. d. milli Gimli og
Riverton, sem er á stærð við Blönduós og stendur við íslendingafljót,
sem í sumarhitanum er svona eins og Hallá, heita allar jarðirnar
íslenzkum nöfnum. Við hjónin bjuggum t. d. á bóndabæ, sem heitir
Eyjólfsstaðir, en nú er hann bara kallaður hjá Steina Pálssyni, en svo
heitir bóndinn. Hann og kona lians tala bæði íslensku og eru komin
frá íammíslenskum heimilum.
Frændur okkar liafa spjarað sig vel, en jreir hugsa mikið „heim"
og farsæld og heillarík framtíð íslands er þeim rík í huga, en auð-
vitað eru þeir fyrst og fremst kanadamenn.
Framtak þeirra og dugriaður hefur orðið til þess að íslendings-
heitið í vesturheimi er virðingarheiti. Þeir segja frá ]m' með nokkru
stolti að íslendingar drýgi ekki glæpi og aðeins tvisvar liafi það kom-
ið fyrir, að þeir liafi verið ákærðir fyrir morð. I fyrra sinnið var það
umdeilanlegt og í síðara skiptið átti í lilut vanheill maður, að sögn.
Þeir kornu upp elliheimilum fyrir íslendinga, sem nú eru ríkis-
styrkt og verða því að taka inn annarra þjóða fólk.
Fullorðna fólkið, sem maður hitti vildi gjarnan tala íslensku og
töluðu hana margir ágætlega, en yngxa fólkið talaði minna og sumt
ekkert. Ef til vill gætu tíðari ferðir milli landanna orðið til þess að
auka íslensku kunnáttu eða varðveita málið þar lengur. Kanada er
framtíðarland. íslandi verður vafalaust styrkur í framtíðinni að eiga
þar frændur og vini, sem mark er á tekið.
Þessi grein átti að vera örstutt. Auðvitað væri gaman og fróðlegt
að tala um vegina Jreirra, búskapinn, t. d. herorminn, sem er gras-
maðkur, sem á bragð og fer yfir eins og herfylking, haglélin, sem
koma að sumrinu, íslenskuna, sem Jrróast hefir á sinn hátt og margt,
margt fleira. Fn til þess er ekki rými nú.
Ég lýk Jressari grein með að segja frá Gunnlaugi Jóhannessyni,
ættuðum úr Miðfirði, en hann hefir alið allan sinn aldur í Vestur-
heimi, og kom til Islands fyrir nokkrum árum. Þegar heim kom
skrifaði hann til íslands og bað um nokkrar upplýsingar. ,,En hvað
heldurðu að ættlerinn geri?“ sagði hann, „hann svaraði mér ekki.“