Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 59
HÚNAVAKA
57
Hún mun liafa verið systir Eiríks föður Þórunnar barnsmóður Hall-
dórs stúdents. Halldór Einarsson hóf búskap í Skagafirði, í Hvanrm-
koti í Lýtingsstaðahreppi. Bjó svo eitt ár í tvíbýli við séra Markús
á Auðkúlu, svo á Stóra-Búrfelli, Rútsstöðum og loks Gunnfríðar-
stöðum. Hann var sæmilega efnum lniinn á fyrri árum sínum í
Svínavatnshreppi.
Við vitum mjög lítið um fyrri hluta ævi Arna Halldórssonar.
Hann er húsmaður að Asum í Svínavatnshreppi 1816. Þar býr þá
frænka hans Guðrún Illugadóttir frá Tindum, en móðir Guðrúnar
var Svanhildur Halldórsdóttir (Einarssonar) og móðir hennar fyrr-
nefnd Svanhildur Guðmundsdóttir, föðursystir Þórunnar Eiríks-
dóttur, móður Árna Halldórssonar. Bóndinn á Ásum hét Loftur
Nikulásson, bóndason frá Gafli í Víðidal. Hann lézt 6. júní 1820.
Gekk þá Árni að eiga ekkjuna, Guðrúnu frænku sína, en þau voru
þremenningar frá Guðmundi sterka Björnssyni. Tók nú Árni við
búskap á Ásum, en flutti búferlum að Tindum vorið 1831 og bjó
þar til æviloka 1843. Árni var smiður góður og vel gefinn.
Þau Árni og Guðrún Illugadóttir gengu í lijónaband 26. sept.
1822. Guðrún var fædd að Tindum 8. maí 1787. Móður hennar er
áður getið, en faðir hennar var Illugi bóndi á Tindum Illugason
bónda þar Pálssonar Magnússonar. Fjögur voru börn þeirra Guð-
rúnar og Árna.
1. Þorbjörg húsfreyja á Reykjum á Reykjabraut. Átti fyrst Sigurð
Sigurðsson og síðar Egil Halldórsson, er báðir bjuggu á Reykj-
um. Átti börn með báðum. Börn Þorbjargar og Sigurðar voru:
Kristján bóndi á Reykjum og Ingibjörg húsfreyja í Mjóadal,
móðir þeirra Mjóadalssystkina Sigurðar Guðmundssonar skóla-
nreistara á Akureyri, Elísabetar á Gili og Ingibjargar í Síðu-
múla. Sonur Þorbjargar og Egils var Hjálmar smiður á Blöndu-
ósi, fósturfaðir Hjálmfríðar Kristófersdóttur á Blönduósi.
2. Ingiríður, f. 24. nóv. 1824, átti Benóní jósefsson bónda á Beina-
keldu: Niðjar í Ameríku.
3. Árni, f. 15. maí 1827, dó ungur.
4. Jón, f. 23. júní 1830, bóndi og skáld í Víðimýri, áður bóndi á
Tindum. Kona Jóns Árnasonar var Ástríður dóttir Sigurðar
á Reykjum Sigurðssonar og fyrri konu hans Ingibjargar Guð-
mundsdóttur. Af börnum þeirra komust upp: Sigfús prestur að