Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 109
HALLGRÍMUR SVEINN KRISTJÁNSSON, Kringlu:
Setuko
na
í Hofslandi í Vatnsdal er tjörn, senr heitir Setukona, umgirt mel-
um að sunnan, austan og norðan, en vestan við hana er stór, grasi-
vaxin eyri, sem heitir Setukonueyri, og nær hún að Vatnsdalsá. I
tjörninni vex fergin nema á smábletti í suðaustur horni hennar, þar
vex álftakólfur. Við suðvestur enda hennar eru tvær uppgöngur, er
nefnast Kattarauga, en frárennsli út í Vatnsdalsá er úr norð-vestur
liorni. Tjörnin hefur verið nytjuð frá aldaöðli og fram á þriðja tug
þessarar aldar, og skal nú hér á eftir lýst vinnubrögðum við hey-
skap þar. Þegar tjörnin var slegin, var hyllst til að velja til þess
góðviðrisdag. Dýpi tjarnarinnar er frá hné og upp í buxnastreng.
Þrír til fjórir karlmenn voru við sláttinn og tók það misjafnlega
langan tíma eftir því hvað mikið var slegið af tjörninni, en mestu
grynningar voru að jafnaði skildar eftir og hafðar til beitar handa
kúnum. Sláttumennimir höfðu orfið í vinstri handarkrika, héldu
vinstri hendi um neðri hæl, en þeirri hægri niður við ljáhólka og
ieituðust við að slá 25—30 cm niður í vatnið. Þrælasláttur var alltaf
viðhafður og sá duglegasti á undan. Klæðnaður þurfti að vera sér-
staklega góður. Var ullarflóki settur á milli fata á bak og brjóst, sokk-
ar hafðir utanyfir buxunum og saumaðir fastir, og skór þurftu að
vera bundnir því að mikil leðja var í botninum og þungt fyrir fæti.
Næsta dag eftir sláttinn var hafist handa um að koma heyinu á
land. Þrjár spírur voru bundnar saman á endunum með dálitlu
millibili og kaðall bundinn í endaspírurnar til þess að halda í.
Síðan var iagt út í tjörnina með úthaldið, tveir karlmenn héldu
sinn í hvorn enda og buguðu smáslatta í einu að landi. Þar tóku
landmenn við grasinu og hentu því upp á bakkann. Það gerðu
unglingar, konur og karlar. Þegar veður var gott þótti flestum gaman
að göslast í þessu.
Þriðja daginn var ferginið flutt á þurrkvöll vestur á Setukonu-