Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 6

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Stórfengleg náttúra Suður-Þýskalands lætur engan ósnortinn, þar sem umlykjandiAlpafjöllin og blómlegar sveitir skreyta dásamlegt landslagið.Við heimsækjumArnarhreiður Hitlers, tærasta stöðuvatn Evrópu, Königssee, njótum náttúrufegurðar í Ettal, virðum fyrir okkur víðáttuna frá tindi Zugspitze og heimsækjum eyjarnar Herren- og Fraueninsel á siglingu um vatnið Chiemsee. Verð: 222.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir 14. - 23. ágúst Tignarleg fjöll&töfrandihallir Sumar 18 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bandaríski lögmaðurinn Lee Buch- heit, hjá lögmannsstofunni Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í New York, segir aðspurður að það kæmi sér ekki á óvart ef áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta yrði not- uð í kennslubókum í framtíðinni. Verkefnið hafi enda verið tröllaukið í samhengi við íslenskt hagkerfi. „Það leiddi af gríðarlegu umfangi fjármálahrunsins á Íslandi að höftin þurftu að vara lengur en nokkur hafði reiknað með. Við slíkar aðstæð- ur eru ekki mörg fordæmi fyrir því að höftum sé lyft Það kæmi mér því ekki á óvart ef nemendur í alþjóða- fjármálum muni lengi nota þetta sem kennslubókardæmi. Þegar fjármagnshöft hafa verið við lýði í svo langan tíma, og þegar á bak við höftin hefur safnast upp fjár- hæð sem nemur 70% af vergri lands- framleiðslu landsins, hlýtur losun hafta að vera erfitt og vandasamt verk,“ segir Buchheit og bendir á að framkvæmdahópur um afnám hafta og Seðlabanki Íslands hafi borið hit- ann og þungann af greiningarvinnu sem var notuð við samningsgerðina. Tvær leiðir voru færar Eins og rakið er í grein hér fyrir neðan var Buchheit einn hinna er- lendu ráðgjafa sem stjórnvöld leit- uðu til vegna viðræðna við kröfuhafa slitabúanna. Hann er þjóðþekktur eftir gerð Icesave-samninganna. „Sem teymi fórum við yfir nokkr- ar mögulegar leiðir til að nálgast vandann. Verkfærin í verkfærakist- unni voru hins vegar ekki mörg. Al- mennt talað eru tvær leiðir færar til að taka á miklu magni innlends gjaldeyris sem kann að leita úr landi þegar slakað er á höftum. Það má annaðhvort reyna að minnka umfang þessara eigna eða fresta útflæði fjár- magnsins með lengingu, eða fara leið sem er einhvers konar blanda þess- ara tveggja. Aðferðir til að minnka krónueignir felast í tæknilegum útfærslum eins og uppboða á gjaldeyri, sem er þá seldur á yfirverði miðað við hefð- bundið gengi, skattheimtu, val- frjálsu stöðugleikaframlagi með eft- irgjöf eigna og svo framvegis. Aðferðir til að fresta útflæði fjár- magns fela í sér tæknilegar út- færslur eins og að lengja endur- greiðsluferil núverandi fjárfestinga, „hraðahindranir“ eða magntak- markanir, og svo framvegis.“ Buchheit segir það hafa verið nær samhljóða álit þeirra sem til þekkja að setning haftanna hafi verið nauð- synleg aðgerð eftir fjármálahrunið en að þau haldi nú aftur af efnahags- batanum á Íslandi. Vildu forðast gengissveiflur „Hvatinn fyrir aðgerðunum sem kynntar voru í gær [í fyrradag] er þörfin fyrir að leysa greiðslujafnað- arvanda Íslands, forðast gengis- sveiflur og tryggja áframhaldandi efnahagsbata. Hvatinn að baki að- gerðunum var ekki sá að afla tekna. Ein afleiðing aðgerðanna verður hins vegar sú að leiða af sér umtals- vert fjárstreymi bæði króna og er- lends gjaldeyris í ríkissjóð Íslands. Þetta fé má nota til að draga úr skuldum ríkissjóðs sem aftur ætti að leiða til þess að skuldatryggingaálag landsins batni og lántökukostnaður lækki,“ segir Buchheit sem hóf störf fyrir framkvæmdahóp um afnám hafta um mitt síðasta ár. Kom með nýja nálgun Heimildamaður blaðsins sagði Buchheit hafa áratugareynslu af lausn flókinna mála. Komu Buch- heits hafi fylgt nýjar áherslur. Hann nálgist málin með aðferðafræði kylfu og gulrótar, þ.e. aðferðafræði hörku eða umbunar. Í tilviki haftaáætlun- arinnar er stöðugleikaskatturinn kylfan en gulrótin felst m.a. í því að stjórnvöld greiða götu nauðasamn- inga með lagabreytingum. Buchheit lagði ríka áherslu á greiðslujafnað- arvandann og úrlausn hans. Mikil reynsla hans er talin eiga ríkan þátt í því að kröfuhafar kusu að lúta stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda og hafa þegar sent inn erindi þess efnis. Buchheit fylgdi ný nálgun  Lögmaðurinn Lee Buchheit lagði fram „kylfu og gulrót“ á fundum við kröfuhafa slitabúanna  Hann segir afnámsáætlun íslenskra stjórnvalda verða notaða í kennslubókum í alþjóðafjármálum Morgunblaðið/Kristinn Höftin afnumin Lee Buchheit og Glenn Kim, ráðgjafar íslenskra stjórn- valda, á fundi með kröfuhöfum sem fór fram á Íslandi í fyrravetur. framkvæmdastjórn um losun hafta. Í henni sátu áðurnefndir Benedikt Gíslason og Eiríkur Svavarsson, Freyr Hermannsson, forstöðumaður fjárstýringar Seðlabankans, og Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafi hjá LJ Capital. Við stofnun hópsins var gert sam- komulag við Lee Buchheit, lögmann hjá lögmannsstofunni Cleary Gott- lieb Steen & Hamilton í New York, Anne Krueger, hagfræðiprófessor og fv. aðstoðarframkvæmdastjóra Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og fjárfestingarbankans JP Morgan, og ráðgjafarfyrirtækið White Oak. Hafa yfirumjón með áætluninni Stýrinefnd sem fjármálaráðherra leiðir hefur haft yfirumsjón með áætluninni. Í henni eru auk fjármála- ráðherra þau Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Benedikt Árnason, Ragnheiður Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneyti, og Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri í fjármála- og efnahagsráðu- neytinu. Lee Buchheit er sagður hafa haft mikil áhrif á störf hópsins og nýttist reynsla hans einstaklega vel, sér- staklega í flóknum samskiptum við kröfuhafa. Krueger er einnig sögð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðmælendur blaðsins sem þekkja til haftaáætlunarinnar rekja upphaf hennar til skipunar sérstaks ráð- gjafahóps vegna vinnu við afnám hafta 27. nóvem- ber 2013. Forsætisráð- herra skipaði hóp- inn og fór Sigur- björn Þorkelsson hagfræðingur með formennslu. Aðrir fulltrúar voru hæstaréttar- lögmennirnir Eiríkur Svavarsson og Reimar Pétursson, verkfræðingur- inn Jón Birgir Jónsson, hagfræðing- urinn Jón Helgi Egilsson og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ. Með hópnum störfuðu Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætis- ráðherra, og Benedikt Gíslason, sem var þá nýráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Var hópnum m.a. falið að meta stöðu þjóðarbúsins og koma með tillögur að leiðum við af- nám hafta. Rúmu hálfu ári síðar, í júlíbyrjun 2014, var skipuð sérstök hafa nýst hópnum vel sem hagfræði- legur ráðgjafi og þá sérstaklega vegna tengsla við AGS. Áður en erlendu ráðgjafarnir voru valdir sumarið 2014 fóru fjórir fulltrúar íslenskra stjórnvalda til fundar við um tíu aðila í London sem sýndu því áhuga að starfa með stjórnvöldum að gerð afnámsáætlun- ar. Áhuginn ytra var mikill og fékk ríkisstjórnin upp undir 20 tilboð frá lögmannsstofum, fjárfestingarbönk- um og ráðgjarfafyrirtækjum. „Öllum þótti þetta einstakt mál og allir vildu taka það að sér,“ sagði heimildarmaður sem þekkir málið. Sigurður Hannesson stærðfræð- ingur og Ásgeir Reykfjörð hdl. komu inn í framkvæmdahópinn í janúar auk tveggja fulltrúa Seðlabankans, Jóns Sigurgeirssonar og Ingibjargar Guðbjartsdóttur. Hópurinn hafði þá metið þau þjóð- hagslegu skilyrði sem þyrftu að vera til staðar við afnám hafta í samvinnu við greiðslujafnaðarteymi SÍ. Hófust þá gagnkvæmir upplýsingafundir með stærstu kröfuhöfum slitabúanna þriggja þar sem framkvæmdahópur- inn og Lee Buchheit kynntu þau þjóðhagslegu skilyrði sem stjórnvöld hugðust setja og jafnframt þá „kylfu“ sem fólst í stöðugleikaskattinum. Fjöldi sérfræðinga lagði hönd á plóg við áætlunina  Ráðgjöf Anne Krueger sögð hafa orðið að miklu gagni Anne Krueger Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aðspurður að eftir afnám hafta muni áfram þurfa að stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- lífi með hinum ýmsu stjórntækjum. „Við erum að leggja grunn að því að afnema höftin eins og við höf- um þekkt þau, þ.e.a.s. mjög ströng fjármagnshöft. Það verður að gera grundvallargreinarmun á slíkum höftum og einhvers konar þjóðhagsvarúðartækjum sem við kynnum að vilja beita í framtíðinni.“ Spurður hvaða væntingar ríkisstjórnin hafi varð- andi gengisþróun, í kjölfar haftaáætlunarinnar, segir Bjarni að margt geti haft þar áhrif. „Það eru ótal margir þættir sem geta haft áhrif á gengið en þegar kemur að áhrifum slitabúa, eða útgreiðslu til kröfu- hafa af eignum slitabúanna, þá eru þessar aðgerðir hugsaðar til þess að gera slitabúin algjörlega hlut- laus gagnvart áhrifum á gengið, þ.e.a.s. að afnema hættuna á því að útgreiðsla til kröfuhafa muni fella gengið. Þannig að væntingar mínar eru til þess að þessar aðgerðir tryggi að slitabúin muni engan þrýsting setja á gengið við afnám hafta.“ Svigrúm til skattalækkana Bjarni segir aðspurður að ríkisstjórnin muni nýta svigrúm til að draga úr álögum eftir því sem ríkis- skuldirnar minnka, meðal annars vegna haftauppgjörsins. „Það er alveg skýrt að það verður áfram forgangsmál hjá okkur að ein- falda regluverk og draga úr álögum eftir því sem hægt er … Ég ætla ekki að spá stórum aðgerðum til skattalækkana. Þær verður að tímasetja vel og huga vel að stöðunni í efnahagslífinu að öðru leyti. Við erum nýbúin að kynna nokkuð umfangsmiklar skattalækkanir. Spurningin var sú hvort þessi bætti hagur ríkissjóðs muni geta undirbyggt frekari aðgerðir í ná- inni framtíð og svarið við því er já. Það er alveg skýrt,“ segir Bjarni. Voru sakaðir um popúlisma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist aðspurður vona að Framsóknarflokkurinn muni uppskera á síðari hluta kjörtímabilsins fyrir að hafa, að mati forystu flokksins, efnt heit um leiðréttinguna og af- nám hafta. „Við erum hér að klára hluti sem ófáir sögðu fyrir kosningar að væru óframkvæmanlegir, að við værum í einhvers konar popúlisma með óraunhæfar hugmyndir og svo framvegis. Þannig að nú þegar þessi mál sem voru sögð óraunhæf og alltof stór hefur verið hrint í framkvæmd vonar maður að það verði virt við okkur. Fyrst og fremst er ég ánægður að geta sagt við sjálfan mig og út á við að við höfum staðið við það sem við lofuðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Stjórntæki verða áfram notuð til að tryggja stöðugleika FJÁRMÁLARÁÐHERRA RÆÐIR STÖÐUNA EFTIR AFNÁM HAFTA Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Áætlun um afnám hafta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.