Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 alla þjóðina. Fjölbreytileikinn í mannlífinu skiptir máli,“ segir Elín og bætir við að lítið hafi orðið úr efndum um aukna þjónustu. Fluttu þangað allslausar Eftir að Elín flutti suður fór hún í nám í Háskóla Íslands í um- hverfis- og auðlindafræði, til að læra um hugmyndafræði félagslegrar sjálfbærni. „Í Árneshreppi hefur fólk búið í 1.200 ár án þess að ganga á auðlind- irnar, lífsstíllinn er því nokkuð sjálf- bær. Ég komst að því í náminu að þegar talað er um sjálfbærni þá vantar alveg að taka með það sem ég vil kalla menningarlega sjálf- bærni. Ég er núna að vinna að meistaraverkefni mínu þar sem ég spyr: Hvað er menningarleg sjálf- bærni í Árneshreppi? Ég komst að þeirri niðurstöðu að hún felst í því að fólk flytji aftur í Árneshrepp. Þá horfðist ég í augu við það að ég vil eiga heima í þessum hreppi og ég vil að dóttir mín fái að upplifa að eiga heima þar. Ég vil líka að þar verði byggð langt inni í framtíðina. Þess vegna fluttum við þangað, alls- lausar.“ Kynntist forfeðrunum Elín segir að í Árneshreppi lifi óslitinn ættleggur íslensku menn- ingarfjölskyldunnar, þar sé menn- ingin lifandi en ekki í boxi á safni. „Ég er því þjóðmenningar- bóndi, en engin þjóðernishyggja felst í því, af því þjóð er ekki aðeins við sem erum lifandi núna, heldur líka allir forfeður sem hafa verið hér á undan okkur. Í Árneshreppi man fólk lengra aftur, kannski af því það hefur meiri tíma. Og fyrir vikið hef ég kynnst forfeðrum íbúanna þar mjög vel. Allt samfélagið viðheldur eigin sögu með því að segja sögur af fólki. Ég vil vera partur af menning- unni í Árneshreppi og taka þátt í því að viðhalda henni, þó að ég sé ætt- laus á þessu svæði og eigi þar enga sögu forfeðra. Hvernig þræði ég mig saman við söguna þar svo menningarleggurinn viðhaldist? Jú, með því að gerast þjóðmenning- arbóndi. Í starfi hans felst menning- arvefnaður,“ segir Elín og bætir við að sjálfbærni snúist alltaf um að skila einhverju áfram til komandi kynslóða. Ætlar að byggja torfbæ Elín er með hugmyndin um að stofna nýbýli í Árneshreppi. „Ég er bóndi í leit að jarðnæði, ég er meira að segja komin með skilti fyrir bæinn, hann á að heita Þráðarleggur, og vinur minn Val- geir sem býr í hreppnum, hefur skorið bæjarnafnið út fyrir mig í rekavið. Guðjón Kristinsson, hleðslumeistari frá Dröngum, ætlar að hjálpa mér að byggja torfbæ. Þar langar mig að hafa þjóðmenning- arskóla, til að muna hvernig fólk hefur lifað af í gegnum tíðina. Sauð- kindin hefur haldið í okkur lífinu í tólf hundruð ár og það skiptir máli að muna það. Við sætum ekki hér á spjalli ef ekki væri fyrir sauð- kindina. Við þurfum að bera virð- ingu fyrir því sem fæðir okkur og klæðir. Þó ég væri grænmetisæta þá væri ég ekki hér nema fyrir þessa kind sem hélt lífi í forfeðr- unum. Við eigum ekki alltaf að kaupa ódýrasta matinn, heldur hugsa líka í samhenginu. Hag- kvæmnisþráhyggja samtímans er að mörgu leyti undirrót þeirra alvar- legu vandamála sem við stöndum frammi fyrir, bæði í umhverfisvánni og öðru. Við verðum að muna í dag- legri hegðun okkar að vonandi eigi fólk eftir að lifa á jörðinni í önnur tólf hundruð ár, og þúsund sinnum tólf hundruð ár. Skammtíma gróða- sjónarmið ráða ferðinni í nútíman- um og virðing fyrir því sem gefur okkur lífið, er á hverfanda hveli. Það er svo almennt að fólk hugsi að það eigi rétt á hinu og þessu, burt séð frá því hvað það skuldar. Ég upplifi að ég skuldi lífinu endalaust og Árneshreppi, þetta er skuld sem ég fæ aldrei greitt, en ég vinn að því að reyna að endurgreiða í daglegu lífi.“ Allir þurfa að hjálpa öllum Fólkið í Árneshreppi er fátt og tími hvers og eins er dýrmætur. „Þarna er eitthvað ennþá lif- andi sem er hverfandi annars stað- ar, og þá hættir okkur til að segja að fólkið sé sérstakt, jafnvel verður tilbeiðsla. En þetta er ósköp venju- legt fólk, hversdagsleiki þess er aft- ur á móti sérstakur. Samfélagið í Árneshreppi gengur út á svo miklu meira en hagkvæmni, þarna er sam- hjálp sem kemur til af því að byggð- in er afskekkt. Allir eru meðvitaðir um að allir þurfa á öllum að halda, þó svo að fólk sé ekkert endilega sammála dagsdaglega. Þannig er virðing fyrir einstaklingnum og framlagi hans.“ Elín segist vera að leita að jarðnæði í Árneshreppi þar sem hún hafi aðgang að reka. „Svo ég geti nýtt viðinn til bygginga og húshitunar, og torf og grjót þarf ég líka til að byggja mér hús, svolítið tún fyrir tíu kindur, hænsn og vatn. Jóhanna Engilráð dóttir mín hefur þegar ákveðið að litla fjárhúsið okkar eigi að vera fal- legt og gult og blátt á litinn.“ Elín sýslar í hjáverkum við að gera heimasíðu fyrir og um Árnes- hrepp og blogg þjóðmenning- arbónda verður þar falið á milli hey- bagga: arneshreppur.is Dóttirin Jóhanna Engilráð í Stóru-Ávík, þangað sem þær mægður fluttu í fyrrasumar. Nú búa þær í Norðurfirði. Elín sýður ærleggi Til að geta búið til þráðarleggi, líkt og formæðurnar. Siminn.is/spotify 6 SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT SÍMANS SNJALLPÖKKUM ENDALAUST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.