Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sjónvarpsstjórar stóru sjónvarps- stöðvanna, RÚV, Stöð 2 og Skjásins eru allir sammála um að hliðrað áhorf sé tekið við af línulegri dag- skrá. Fólk fari ekki lengur eftir því hvenær uppá- haldsþátturinn er á dagskrá heldur er horft á þegar tími gefst. Slíkt getur ekki endi- lega komið fram í mælingum Gall- up. Hliðrað áhorf síðar en einn sólahringur er liðinn frá frum- sýningu mælist ekki. Dæmi eru um að þættir fái betri mælingu í hliðruðu áhorfi en í línulegri dag- skrá. Jóhanna Mar- grét Gísladóttir, framkvæmda- stjóri sjónvarps- sviðs 365, segir að á árinu 2014 hafi 10% áhorf verið á Stöð 2 í hliðruðu áhorfi miðað við mínútur á dag. „Þetta svokall- aða playback áhorf, sem kallast hliðrað áhorf á ís- lensku, hefur aukist mikið. Við sjáum að þættir sem eru vinsælir, eins og á föstudögum, þegar Út- svarið er á RÚV gegn Spurninga- bombunni sem er á Stöð 2, þá er hliðrað áhorf stundum meira á Spurningabombuna en áhorf í línu- legri dagskrá. Fólk er ekki lengur að setjast nið- ur og horfa á þáttinn sinn heldur horfir á hann þegar það vill og hefur tíma,“ segir hún. Skarphéðinn Guðmundsson, dag- skrárstjóri RÚV, tekur undir með Jóhönnu. „Áhorf á sjónvarpsefni hefur tekið miklum breytingum og liður í þeim breytingum er að áhorf á sumt frum- sýnt efni í sjónvarpi hefur dregist saman. Einkum gildir þetta um er- lenda framhaldsþætti en síður á ís- lenska efnið, sem hefur haldið velli og hefur meira að segja í einhverju tilvikum aukist. Helsta skýringin á þessu minna áhorfi er að áhorfið hefur hliðrast, mun meira er horft á efnið eftir á, á Sarpinum eða í gegnum Tímaflakk og Frelsis-þjónusturnar. Það er því einföldun að tala um að sjónvarpsáhorf hafi minnkað án þess að taka tillit til þessara breyttu og mun flóknari neysluvenja ef svo má kalla. Það má jafnvel finna til æði sterk rök fyrir að því að áhugi og áhorf á sjónvarp og sjónvarpsefni hafi sjaldan verið meira ef allt er tekið saman,“ segir Skarphéðinn. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Skjásins, segir að hliðrað áhorf sé rétt tæplega helmingur af áhorfi á Skjáinn, sem á og rekur Skjáeinn, SkjáKrakka og Skjábíó. „Hliðrað áhorf hjá Skjánum er um 50% og notkunin er alltaf að aukast. Skjárinn (Skjáreinn, Skjárbíó og Skjárkrakkar) er með yfir 600 þús- und pantanir á mánuði í hliðruðu áhorfi,“ segir Pálmi. 100 þúsund stakar leigur Ein birtingarmynd á auknum áhuga á sjónvarpi, sem ekki kemur fram í mælingum Gallup, er Stöð 2 Maraþon, Skjár Krakkar, áhorf á Netflix og niðurhal. Samkvæmt Jóhönnu voru yfir 100 þúsund stakar leigur í janúar í Stöð 2 maraþon en þar má finna þætti eins og Game of Thrones og Home- land sem þykja standast tímans tönn. „Þótt línulegt áhorf sé að minnka þá er fólk ekkert endilega að horfa minna á sjónvarpsefni. Gæði sjón- varpsefnis hafa í raun verið að aukast samhliða þessari þróun og eru stór nöfn í kvikmyndaheiminum til dæmis í auknum mæli að leika í vönduðu sjónvarpsefni svo sem frá HBO,“ segir hún og bætir við að 365 sé með stóran samning við HBO fyr- irtækið sem skili fyrirtækinu vönd- uðu efni. „Einnig viljum við tryggja okkur breskar og skandínavískar seríur sem gefa dagskránni meiri fjölbreytni og erfiðara er að ná í það efni á netinu.“ 20 þúsund heimili með Netflix Talið er að yfir 20 þúsund íslensk heimili séu tengd efnisveitunni, sam- kvæmt könnun MMR sem gerð var í fyrra, þrátt fyrir að þjónustan sé ekki aðgengileg á Íslandi með lög- legum hætti. Jóhanna segir að vandað íslenskt efni eigi enn hug og hjörtu áskrif- enda hjá 365. „Vandað íslenskt efni er alltaf vin- sælt. Leikið efni og stórir íslenskir þættir eins og Ísland got talent, Hið blómlega bú og annað hafa verið að fá mjög gott áhorf. Það varð ákveðin stefnubreyting innan veggja 365 fyr- ir tveimur árum þegar það var ákveðið að fara í meiri framleiðslu á íslensku efni því fólk vill borga og vera áskrifandi til að sjá gott ís- lenskt efni. Það vill líka ekki stela ís- lensku efni á netinu. Íslenska efnið virkar alltaf og við erum að leggja mikið í íslenska framleiðslu í ár. Við erum með nýja seríu af Rétti í haust, seríuna Borgarstjórinn með Jóni Gnarr á næsta ári og það er að ganga mjög vel hjá okkur.“ Skarphéðinn segir að mælingar sem RÚV fái sýni að íslenskt efni sé alltaf jafn vinsælt hvort sem þátta- röðin sé sýnd í línulegri dagskrá eða ekki. „Þær mælingar sem við fáum hafa sýnt glögglega fram á, og það ítrek- að, að áhorfið hafi frekar dreifst en dregist saman. Nýleg dæmi um það og kannski þau skýrustu eru áhrif á leiknu íslensku þáttaraðirnar Fólkið í blokkinni og Hraunið en nær þriðj- ungur heildaráhorfsins á það geysi- vinsæla sjónvarpsefni var hliðrað áhorf. Nýjasta dæmið og af sama meiði er svo Drekasvæðið en sú þáttaröð fær afar mikið hliðrað áhorf og hefur til að mynda að jafn- aði verið það dagskrárefni sem flest- ir velja að sjá í Sarpinum og á Frels- inu eftir frumsýningu í sjónvarpi, ásamt barnaefninu.“ Niðurhal eyðilagði eina þáttaröð Hjá Skjánum er íslenskt efni mjög vinsælt, ekki aðeins hjá áskrifendum heldur einnig hjá þeim sem ekki eru með áskrift og sækja þættina ólög- lega í gegnum niðurhal. „Við höfum markað okkur þá stefnu að gera færri þætti og stóra, þætti sem hafa mikil ruðningsáhrif í áskrift og auglýsingum. Sönn ís- lensk sakamál er mest niðurhalaði íslenski þátturinn. Hann var kominn á svokallaða torrent síðu um 45 mín- útum eftir frumsýningu. Sönn ís- lensk sakamál er fyrsti þátturinn sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali - bókstaflega. Tekjumiss- irinn var of mikill,“ segir Pálmi. Hliðrað áhorf tekið við línulegri dagskrá  Mun meira er horft á sjónvarpsefnið eftir á í Sarpinum eða í gegnum Tímaflakk og Frelsisþjónustu  Hliðrað áhorf hjá Skjánum er tæplega helmingur  100 þúsund stakar leigur í Stöð2 Maraþon Morgunblaðið/Kristinn Úraránið Upptökur á sjónvarpsþættinum Sönn íslensk sakamál sem Skjárinn framleiddi og sýndi á Skjáeinum. Þátturinn var gífurlega vinsæll meðal niðurhalara og Skjárinn sá ekki annan kost í stöðunni en að hætta framleiðslu enda var tekjumissirinn mikill vegna ólöglegs niðurhals hér á landi. Stórvirki Stöð 2 sýnir nú Game of Thrones á sama tíma og þátturinn er sýndur í Bandaríkjunum. Jóhanna Margrét Gísladóttir Pálmi Guðmundsson Skarphéðinn Guðmundsson sími 553 9990 nutima@nutima.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.