Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Morgunblaðið fór á stúfana í gær og spurði fólk á förnum vegi hvað því þætti um aðgerðir stjórnvalda varðandi losun fjármagns- hafta sem kynntar voru á blaðamannafundi í Hörpu á mánudaginn og fjallað hefur verið um síðustu daga. Spurt var tveggja spurn- inga: Hvernig líst þér á aðgerðir stjórnvalda varðandi losun fjármagnshafta? Munu aðgerðirnar hafa áhrif á þig og afkomu þína? Ísak Rúnarsson isak@mbl.is, Ljósmyndir: Styrmir Kári Hvernig líst fólki á afnám haftanna? „Ég hef ekki myndað mér endanlega skoðun,“ segir Agatha en hún er nýkomin erlendis frá. Hennar fyrstu viðbrögð eru þau að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi jákvæð áhrif á gengið. Agatha telur þó mikilvægt að þeir peningar sem urðu eftir hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar verði ekki færðir úr landi. „Mikilvægt að peningarnir séu ekki færðir úr landi“ Agatha Ásta Eyjólfsdóttir „Mér líst ágætlega á aðgerðirnar, ég tel að þetta sé bara gott mál,“ segir Björgvin Leifsson en hann er ekki eins viss um að aðgerðirnar hafi áhrif á sig og sína afkomu. „Ég stórefa það, miðað við það sem þeir hafa sagt og seðlabankastjóri þá held ég að þær breyti afskaplega litlu fyrir hinn almenna borg- ara,“ segir Björgvin. Gott mál en breytir litlu fyrir hinn almenna borgara Björgvin Leifsson „Mér líst bara vel á þær, það hlaut að koma að þessu, þetta er búið að vera í pípunum í nokkur ár,“ segir Símon Gunnarsson. En munu aðgerðinar hafa áhrif á hann og hans afkomu? „Ég veit það ekki, ég er ekki frá því að þær geti gert það. Það er þó grundvallaratriði að peningarnir sem koma inn til sam- félagsins verði nýttir til þess að greiða niður skuldir.“ Hlaut að koma að þessu, búið að vera í pípunum í nokkur ár Símon Gunnarsson „Á meðan ekkert annað kemur í ljós þá er ég ánægð með aðgerðirnar. Þær virðast líta vel út,“ segir Magnea Ásdís Árnadóttir „Ég veit nú ekkert um mig en ég held að þetta geti verið gott fyrir landið að við fáum þessa peninga. Von- andi skilar það sér til fólksins í landinu,“ segir Magnea Ás- dís. Aðgerðirnar líta vel út og ekki veitir af peningunum Magnea Ásdís Árnadóttir „Mér finnst þær bara snilld,“ segir Pálina Margrét Þrast- ardóttir en tekur þó fram að hún hafi ekki kynnt sér málið í þaula enda sé um umfangsmikið mál að ræða. Aðspurð telur hún fullvíst að aðgerðirnar muni hafa áhrif á sig og afkomu sína. Aðgerðirnar snilld sem munu pottþétt hafa áhrif Pálína Margrét Þrastardóttir Valdimar Vilhjálmsson telur að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar séu „skref fram á við og til bóta“. Hann segir þó ekki víst hvort að aðgerðirnar hafi jákvæð áhrif á hann og afkomu hans. „Það er óvíst, það fer eftir því hvernig til tekst.“ Valdimar Vilhjálmsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur það verða við- fangsefni stjórnvalda á næstu miss- erum að halda aft- ur af þenslu með aðhaldi í ríkisfjár- málum, í kjölfar afnáms hafta. Slakinn sé horfinn úr hagkerfinu en kjarasamningar og hækkun eigna- verðs séu til þess fallin að ýta undir þenslu. Þá geti er- lent fjármagn einnig flætt inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og skap- að þrýsting á eignamarkaði. Vextir hér 7-8% en um 0% ytra „Vextir á ríkisbréfum í útlöndum eru nú víða í kringum núllið. Tíu ára vextir á Íslandi eru hins vegar í kringum 7-8%. Nýgerðir kjarasamn- ingar munu án efa leiða til vaxta- hækkana. Með vaxandi vaxtamun í huga og líklega lánshæfishækkun rík- issjóðs í kjölfar samþykktar nauða- samninga við kröfuhafa gæti erlent fjármagn aftur farið að streyma inn í landið. Í þjóðhagslegu samhengi er hækkun krónunnar álíka óheppileg og lækkun. Ef slíkt innflæði hefst að einhverju ráði er mjög mikilvægt að auka fjárfestingarheimildir lífeyris- sjóðanna til þess að vega á móti mögulegum áhrifum á gjaldeyris- og eignamarkaði.“ Þessi greining vekur athygli í ljósi þess að 300 milljarðar sem eftir standa af aflandskrónum eru til- komnir vegna vaxtamunarviðskipta árin 2005 til 2008, þegar erlendir fjár- festar freistuðu þess að hagnast á kaupum á íslenskum skuldabréfum sem báru háa vexti. Það er hluti af að- gerðaáætlun um afnám hafta að stilla upp þremur valkostum fyrir eigendur aflandskróna og er einn þeirra gjald- eyrisútboð. Hinir tveir kostirnir eru að festa féð til langs tíma í krónum eða erlendri mynt eða á vaxtalausa og læsta reikninga. Ásgeir segir að ef komandi uppboð verði sett upp á líkan hátt og hin fyrri, það er að einkaaðilar hafi kost á því að kaupa aflandskrónur á lágu út- boðsgengi, „geti það haft mikil áhrif á eignamarkaði innanlands“. Fyrri gjaldeyrisútboð til að ganga á snjó- hengjuna hafi ýtt undir verðhækk- anir á fasteignum og á öðrum eigna- mörkuðum. Gæti leitt til inn- streymis fjármagns  Áhrif uppboðs á aflandskrónum Ásgeir Jónsson Áætlun um afnám hafta Aðgerðirnar skref fram á við og til bóta en óvíst um áhrif á afkomu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.