Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 32

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 32
Heima0sætan Sófí á myndum teknum á nákvæmlega sama stað með 14 ára millibili. Sú sem er til hægri var tekin fyrir nokkrum dögum. Þannig týnist tíminn, er sungið í frægu lagi. Sveitastrákur Dagur Yngvi í fjár- húsinu. Sauðburðurinn hefur geng- ið vel og nú sér fyrir endann þar. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stórir gervihnattadiskar á austurvegg íbúðarhússins gefa strax vísbendingu um að við séum á framandlegum stað. Frá þjóðveginum í Kelduhverfi heim að Tóvegg er góður spölur, malar- vegur og rykmökkurinn gengur undan bílnum á þeirri leið. Heimreiðinni er lokað með stóru hliði og þegar rölt er heim að bænum tekur ung brosmild heimasæta á móti gesti. Börnin á þess- um bæ, lífleg og skemmtileg, eru raun- ar öll með framandi svip. Tvö þeirra hafði ég reyndar hitt áður og nú var ég kominn aftur á svæðið til að kanna hvað drifið hefði á daga þeirra og fjöl- skyldunnar frá því síðast. Fyrir fjór- tán árum. Nýir menningarstraumar Upphaf þessarar sögu má rekja aft- ur til ársins 2001 en þá var sá sem þetta skrifar blaðamaður norður í landi, vel að merkja fyrir annan fjöl- miðil en Morgunblaðið. Saga úr mann- lífinu vakti athygli og varð að fróðlegri blaðagrein. Málavextir voru í stuttu máli þeir að þrír ef ekki fjórir pipar- sveinar í Kelduhverfi höfðu tekið sam- an við taílenskar konur sem allar voru nú sestar að í sveitinni. Nýrra menn- ingarstrauma gætti í þessari annars afskekktu sveit norður í landi. Í greininni sagði frá lífinu á bænum Tóvegg og frá Sigurði Yngvasyni bónda og Nuan Sankla konu hans, Wong eins og hún er jafnan kölluð, sem fyrir átti dótturina Sófí og þau saman soninn Dag Yngva, sem var rúmlega árs gamall þegar þarna var komið sögu. Nú eru systkini þessi orð- in stálpaðir krakkar og þriðja barnið, Díana Sankla, er átta ára. Tíminn líður hratt „Ég var rúmlega eins árs þegar ég kom hingað fyrst og þekki því ekkert annað en sveitina. Man ekkert eftir mér í Taílandi, þó ég hafi komið þang- að nokkrum sinnum og fylgist með því sem þar er að gerast. Tengslin eru samt ekki sterk,“ segir Sófí. Þetta er litla stúlkan sem blaðamaður myndaði forðum daga, hvar hún sat við bæj- arskiltið á hliðinu fyrrnefnda. Mikið líður tíminn hratt er sú hugsun sem fer um hugann þegar tekin var mynd af Sófí aftur á nákvæmlega sama stað. Tónlist og tíska, segir Sófí, þegar hún er spurð um áhugamálin. „Þetta er ósköp venjulegt unglingalíf. Ég var í Menntaskólanum á Akureyri en tók mér svo frí nú í vetur og var að vinna í fiskeldisstöð hér í sveitinni. Geri svo ráð fyrir að fara í Verkmenntaskólann á Akureyri í haust. Hef að undanförnu svo verið með pabba í sauðburðartörn- inni, en sé þó ekki fyrir mér að verða hér í framtíðinni. Mig langar að leggja fyrir mig eitthvað í sambandi við hönn- un eða slíkt. Þá kemur gróðurofnæmi, sem ég og bróðir minn höfum bæði, í veg fyrir að við getum hjálpað til við búskapinn að einhverju ráði, “ segir Sófí. Dagur Yngvi er bíladellustrákur sem hefur gaman af allskonar véla- grúski. Var í vetur í 9. bekk í Öxar- fjarðarskóla og stefnir á iðnnám í framtíðinni. Bifvélavirkjun eða eitt- hvað því tengt er efst á blaði. Í sumar vinnur hann í Ásbyrgissjoppunni. Sögur og fordómar Það var árið 1998 sem þau Sigurður Yngvason og Wong kynntust. Tengsl komust á og bréfaskipti sköpuðu gagnkvæman áhuga svo úr varð að Wong og dóttir hennar héldu norður í svalann hvar þær festur rætur. „Ég fylgist auðvitað með því sem gerist í Taílandi. Við settum upp gervi- hnattadiskana svo hægt væri að ná út- sendingum taílenska sjónvarpsins, bæði almennu sjónvarpsefni og helgi- athöfnum búddatrúarfólks. Ég held alltaf í minn trúarlega uppruna, þótt ég hafi aðlagast flestu öðru hér á landi,“ segir Wong sem vinnur utan heimilis. Og eins og í sveitinni sæmir sýnir hún búhyggju í mörgu. Má þar nefna að þegar komið er fram í ágúst er allt krökkt af krækiberjum á lyng- inu í hrauninu og þá hefur Wong í bestu árum náði heilu tonni af berjum sem seld hafa verið syðra. En þá segir af Sigurði, sem hefur alla tíð búið í Kelduhverfi, og að Tó- vegg er hann með allstórt fjárbú auk þess sem hann sinnir skólaakstri og er vaktmaður í fiskeldisstöð. En fyrst og síðast er hann hamingjusamur fjöl- skyldumaður. „Já, það vakti eftirtekt sumra að nokkrar taílenskar konur fluttust hingað,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Í blaðareininni þinni um árið nefndi ég að um þessa nýbúa gengju sögur sem væru sennilega hluti af for- dómum sem fara í taugarnar á mér. Hvorki ég né þú, þótt af hinum nor- ræna kynstofni séum, erum betri en annað fólk, sagði ég í viðtalinu og þau orð hreyfðu við sumum. Að minnsta kosti hringdi einhver huldumaður hingað að minnsta kosti tíu sinnum – nefndi í fyrsta skiptið hvert erindið væri – svo voru símhringingarnar bara þögnin ein. Eftir allmörg símtöl gat ég komið því að á ef þessu linnti ekki ætl- aði ég í hart og með málið til lögreglu. Eftir það fékk ég frið.“ Lifum ekki af búskapnum Þegar Morgunblaðið var á ferð í Kelduhverfi fyrir nokkrum dögum var sauðburði þar því sem næst að ljúka. Þá taka önnur verkefni við, svo sem girðingavinna, áburðargjöf og svo fleira. Leiðinleg tíð á köldu vori hefur þó tafið öll verk fram yfir það sem æskilegt mætti teljast. Sigurður Yngvason segist óráðinn um framtíðina á Tóvegg. „Við lifum ekki af búskapnum einum og við höf- um því látið okkur detta í hug að draga seglin saman. Ég hef því látið mér detta í hug að fara til dæmis út í ferða- þjónustu í einhverri mynd, en hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Að minnsta kosti þurfa einhverjar breyt- ingar að verða þó að auðvitað sé mest um vert að krökkunum líði vel og allir séu sælir með sitt,“ segir Sigurður. Í Kelduhverfi er Taíland á Tóvegg  Ástarsaga úr afskekktu héraði  Tonn af krækiberjum úr hrauninu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gervihnattaöld Sigurður bóndi og Wong kona hans með dótturina Díönu Sankla sem nú er orðin átta ára gömul. Tóveggsfólk Margt hefur breyst frá því þessi mynd var tekin, árið 2001. Tóveggur í Kelduhverfi Tóveggur Ásbyrgi Kelduhverfi Loftmyndir ehf. Bíladella Feðgarnir við sjaldséðan bíl af gerðinni Toyota Celica. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.