Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 36

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Athuganir Katelin Parsons, dokt- orsnema í handritarannsóknum við Háskóla Íslands, benda til þess að Íslendingar hafi flutt þúsundir handrita til Vesturheims á árunum 1870 til 1914. Stofnun Árna Magn- ússonar er byrjuð á verkefninu „Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi“, sem felst í því að safna upplýsingum um þessi hand- rit og skrá þau á stafrænt form. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, segir ljóst að fólk sem hafi flutt vestur hafi tekið með sér bækur og seinni tíma handrit og þess sjáist merki á bókasöfnum og í einkasöfnum. Hins vegar hafi ekki verið gerð tæmandi skrá yfir handritaeignina vestra og verði ekkert að gert sé hætta á að þessi gögn glatist. Styrkur frá Háskólasjóði Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands hafa sjóðurinn og Stofnun Árna Magnússonar gert með sér samstarfssamning um að sjóðurinn styrki verkefnið. Styrkurinn er til þriggja ára og nemur alls 11,1 milljón króna, eða 3,7 milljónum á ári. Með verkefninu er vonast til þess að styrkja tengsl Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar, efla samstarf milli íslensks há- skólasamfélags og háskóla í Norð- ur-Ameríku þar sem íslensk fræði eru kennd, tryggja aðgang fræði- manna að upplýsingum um íslensk handrit í Vesturheimi og efla möguleika á samanburðar- rannsóknum. Katelin Parson er frá Winnipeg í Kanada og hefur aflað upplýsinga um íslensk handrit þar í borg og á Gimli í samstarfi við Manitoba- háskóla og Safn íslenskrar menn- ingararfleifðar á Gimli (Gimli New Iceland Heritage Museum). Í fyrstu verður lögð áhersla á handrit í Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Bresku Kólumbíu í Kanada og Norður-Dakóta, Minnesota, Wash- ington og Utah í Bandaríkjunum. Guðrún segir að mikill hljóm- grunnur sé við verkefnið í Vest- urheimi og verði það kynnt sér- staklega í gegnum félögin í Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Norður-Ameríku, INLofNA. Guðrún leggur áherslu á að ekki standi til að falast eftir handrit- unum heldur fyrst og fremst að skrá þau og mynda eftir atvikum. Hins vegar viti margir ekki hvað þeir eigi að gera við þessi gögn, hafi engin not af þeim þar sem þeir kunni ekki íslensku og í slíkum til- fellum megi hvetja viðkomandi til að koma þeim fyrir á söfnum. Verkefnið verður unnið í áföng- um og segir Guðrún að jafnvel komi til greina að rannsaka bréf sem farið hafi á milli Íslendinga vestra og á Íslandi. Skrá handrit í Vesturheimi  Verkefni á vegum Árnastofnunar með stuðningi Háskólasjóðs Morgunblaðið/Ómar Handrit Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, með Konungsbók Grágásar frá 13. öld við mynd af Árna Magnússyni. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Sýning um sögu gömlu sundlaug- anna við Veggjalaug í Stafholts- tungum hefur verið opnuð í bað- húsi sundlaugarinnar á Varmalandi í Borgarfirði. 120 ár eru liðin frá því fyrsta sundlaugin var gerð á hverasvæð- inu við Veggjalaug og sundkennsla hófst. Hefur sund verið kennt þar síðan, nærri óslitið. Fyrsta sundlaugin var hlaðin úr torfi árið 1895 af áhugamönnum. Hlaðinn var einn veggur fyrir hveralækinn og þannig útbúin stór laug. Á sama ári var hlaðin önnur torflaug við Lundahver í Stafholts- tungum þannig að tvær sundlaug- ar voru í sveitinni og sund kennt í báðum fyrst um sinn. Miðdepill mannlífsins Þegar Ungmennafélag Stafholts- tungna var stofnað, árið 1912, tók það við rekstri sundlaugarinnar. Varð sundkennsla og rekstur laug- anna eitt helsta verkefni félagsins í áratugi. Félagið lét steypa upp nýja sund- laug á árinu 1931. Var það mikil framför fyrir sundiðkendur. Laug- in varð miðdepill mannlífsins í sveitinni. Skólarnir á Varmalandi stóðu fyrir byggingu þriðju sund- laugarinnar á árinu 1958. Hún er enn starfrækt en gömlu laugarnar eru horfnar af yfirborði jarðar. Saga gömlu sundlauganna er rakin ítarlega í grein Helga Bjarnasonar frá Laugalandi í Borgfirðingabók 2015 sem kemur út síðar í mánuðinum. Sýningin á Varmalandi er grundvölluð á upp- lýsingum úr henni. Auk þess eru til sýnis ýmsir munir sem tengjast sundlaugunum, sundkennurum og sundköppum ungmennafélagsins. Við opnun sýningarinnar sl. laugardag var sagt frá fyrstu af- rekssundmönnum ungmennafélags Stafholtstungna en flestir þeirra kenndu jafnframt sund á vegum fé- lagsins. Sérstaklega var minnst Jóns Þorsteinssonar frá Hofs- stöðum sem var einn af stofnend- um ungmennafélagsins. Hann lærði sund í torflauginni og var besti sundmaður félagsins á ár- unum fyrir 1920 þegar sundsveit Tungnamanna vann flokkasund á íþróttamóti UMSB þrjú ár í röð. Hann hóf ungur að kenna sund í Veggjalaug. Jón varð síðar braut- ryðjandi í íþróttamálum á lands- vísu, leikfimikennslu og sjúkra- þjálfun, stofnaði íþróttaskóla og byggði eigið íþróttahús í Reykja- vík. Guðmundur Jónsson, sonur Jóns Þorsteinssonar frá Hofsstöðum, kom með nokkrum barnabörnum sínum til að vera við opnun sögu- sýningarinnar á Varmalandi. Áhugafólk um sögu gömlu sund- lauganna og Ungmennafélag Staf- holtstungna standa fyrir sýning- unni í samvinnu við Safnahús Borgarfjarðar og Borgarbyggð. Sýningin verður opin í baðhúsi sundlaugarinnar á Varmalandi í sumar. Sundlaugin er opin alla daga frá klukkan 9 til 18. Borgfirsk sundlaugar- menning í 120 ár  Sögusýning opnuð í sundlauginni á Varmalandi Ljósmynd/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Borgarfjörður Sundkennsla í gömlu torflauginni við Veggjalaug 1929. Ljósmynd/Helgi Bjarnason Afkomandi Guðmundur Jónsson, sonur Jóns Þorsteinssonar frá Hofs- stöðum, var meðal viðstaddra við opnun sýningarinnar á Varmalandi. Ljósmynd/Helgi Bjarnason Kútar Svörtu sundkútarnir sem soðnir voru úr bílslöngum voru notaðir við sundkennslu stóran hluta 20. aldar og vekja enn minningar hjá fólki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.