Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 46

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 46
SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Húsdýragarðurinn fagnaði stór- afmæli hinn 19. maí síðastliðinn en 25 ár eru nú liðin frá því hann var opn- aður. Tómas Ósk- ar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, segir gengi garðs- ins með ágætum en starfsemin hef- ur verið í stöðugri uppbyggingu frá opnun. Fram- undan er mesta álagstímabil ársins eins og jafnan á sumrin. Líf og fjör í 25 ár Húsdýragarðurinn var opnaður í Laugardal hinn 19. maí árið 1990 en meginmarkmið hans er að veita borg- arbúum tækifæri til að kynnast betur íslenskum húsdýrum og búskap- arháttum. Í garðinum má finna ýmis íslensk húsdýr, selatjörn, hreindýr, refi og minka. Á síðustu árum hefur dýraflóran þó stækkað umfram ís- lensku húsdýrin með ýmsum teg- undum skriðdýra, skordýra og frosk- dýra. Til dæmis flutti slangan Flækja nýlega í garðinn, en hún er eina lög- lega slangan á Íslandi. Tómas segir ungviði dýranna njóta mestra vinsælda hjá gestum garðs- ins, en um þessar mundir megi meðal annars sjá hreindýrakálfa og selkópa í Laugardalnum. „Snudduhornið“ nýtur einnig mik- illa vinsælda en þar geta börn skilið snuð sín eftir fyrir dýrin þegar þau hyggjast hætta að nota þau sjálf. „Hornið hefur hjálpað mörgum for- eldrunum, það er gríðarlegur fjöldi af snuddum sem berst hingað. Krakk- arnir virðast eiga auðveldara með að gefa snudduna upp á bátinn ef þau sjá tilgang með því,“ en Tómas segir hugmyndina hafa sprottið óvænt hjá starfsmanni garðsins. Í kjölfar mikilla vinsælda Húsdýra- garðsins fyrstu starfsárin, reis Fjöl- skyldugarðurinn við hlið hans árið 1994. Í garðinum má m.a. finna fall- turn, bílabraut, bátatjörn og veit- ingasölu. Hann hefur sérstaka um- hverfisstefnu og því eru leiktækin flest rafknúin og umhverfisvæn. Fjöl- skyldugarðurinn hefur tekið miklum breytingum gegnum árin en hönnun garðsins hefur þó ávallt skírskotað til mikilsverðra þátta í menningarsögu landsins og goðafræðinnar. Þar má nefna brúna Bifröst sem tengir garðana tvo saman, en í garðinum má einnig finna öndvegissúlur og vík- ingaskip. Á svæðinu starfa um tuttugu fast- ráðnir starfsmenn, allt árið um kring. Yfir sumartímann fjölgar í hópnum en þá eru stöðugildin sextíu. Fjölbreytt aðsókn árið um kring Þótt Fjölskyldugarðurinn sé lok- aður yfir vetrarmánuðina er Hús- dýragarðurinn vel sóttur áfram, en þá fer fram fræðslustarfsemi fyrir grunn- og leikskólabörn. Boðið er upp á námskeið þar sem börnunum gefst kostur á fræðslu um íslensk húsdýr en einnig framandi dýr, sjáv- ardýr og villt íslensk spendýr. Vin- sælast námskeiðanna er Vinnumorg- unn Húsdýragarðsins, en þá sjá nemendur í þriðja bekk um dýrin og sinna þeim hluta úr skóladeginum. „Aðsóknin hefur aukist hjá fræðslu- hópum á veturna og skólar alls staðar af landinu sækja garðinn töluvert,“ segir Tómas og bætir við að aðsóknin aukist þó á sumrin. Hann segir að að- almarkhópar garðsins séu fjölskyldur og fræðsluhópar en gestaflóran sé þó mjög fjölbreytt. „Ótrúlegt en satt, þá er töluvert um ung pör leiðast hér ástfangin um og skoða dýrin,“ bætir Tómas við og segist ánægður með þá þróun. Í upphafi var áætlað að fólk kæmi þrisvar sinnum á ævinni í garðinn en sú spá virðist hafa gengið eftir, „Nú streyma til okkar foreldrar sem komu hingað sem börn, á fyrstu árum garðsins og síðan koma afar og ömm- ur með barnabörnin.“ Áframhaldandi uppbygging Tómas segir að töluvert verði um nýjungar í garðinum í sumar. Tekið verður í notkun nýtt vaðleikjasvæði fyrir ung börn en einnig hafa gröf- urnar í garðinum og bátarnir verið endurnýjuð. Sumaropnun Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins lýkur svo 24. ágúst en þá tekur við vetrardag- skrá Húsdýragarðsins. Uppbygging verður á næstu árum í garðinum. „Nýja móttökuhúsið er fyrsti steinninn í framtíðaruppbygg- ingu garðsins. Það hefur verið gerð áætlun um framhaldið,“ en Tómas segir að næsta skref sé bygging nýs dýrahúss til rýmisauka fyrir dýrin en síðan standi til að byggja nýtt fræðsluhúsnæði, sem vöntun hefur verið á. Hann sér fyrir sér að garð- urinn muni í framtíðinni sinna fræðsluhlutverki sínu enn betur. Tómas er ánægður með samstarf sitt við borgaryfirvöld, „Stjórn- málamenn í meirihluta og minnihluta, hafa sýnt Húsdýragarðinum einlæg- an velvilja.“ Menn virðast vinna sam- an að málefnum Húsdýragarðsins bætir hann við, en Tómas telur Hús- dýra- og fjölskyldugarðinn ótvírætt eiga jafn mikið erindi við borgarlífið í dag og hann átti við opnun. Fræðsla um íslensk dýr sé mikilvæg í borg- inni. Fjölskrúðug flóra fólks og dýra  Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 25 ára  Aðsókn hefur haldist stöðug frá opnun  Dýraflóran fer stækkandi  Vetrardagskrá hefur gengið vel síðustu ár  Ástfangin pör leggja leið sína í garðinn 46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Hafðu veisluna eftir þínu höfði! Skoðaðu úrvalið á vefverslun okkar bakarameistarinn.is. Veisluþjónusta undir stjórn matreiðslumeistarans Skúla Hansen Er veisla framundan? Sími 533 3000 bakarameistarinn.is Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn er staðsettur í Laugardal. Hann var stofnaður árið 1990 og hefur starfað óslitið síðan. Í Húsdýragarðinum má m.a. finna hesta, kindur, kýr, geitur, svín, refi og minka en í Fjöl- skyldugarðinum eru ýmis leik- tæki og veitingaaðstaða. Í garð- inum má einnig finna Vísindaveröld, þar sem gestir geta gert „sínar eigin vísinda- uppgötvanir“ og kynnst nátt- úrulögmálunum. Fjölmargir við- burðir fara fram í garðinum á ári hverju, til dæmis keppnin um sterkasta mann Íslands ásamt fjölda sjálfstæðra við- burða en garðurinn heldur einn- ig mikla jóladagskrá. Mikið úrval afþreyingar FJÖLSKYLDU- OG HÚS- DÝRAGARÐURINN Í 25 ÁR Selalaugin Selkópur sleikir sólina og stillir sér upp fyrir gestina. Ærslabelgur Ung stúlka skemmtir sér vel á Ærslabelgnum en hann var endurnýjaður fyrir sumarið. Morgunblaðið/Kristinn Gæðingur Dýrin í garðinum eru gæf en börnum gefst oft kostur návist við dýrin. Fákur þessi virðist ánægður með heimsókn ungrar telpu á sólardegi. Tómas Óskar Guðjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.