Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 57
á jarðarkringlunni. Þessar tekjur hafa meðal annars runnið til út- breiðslu og þróunar knattspyrn- unnar í aðildarríkjum FIFA. En þær hafa einnig reynst eitraður kaleikur því ásakanir um margs- konar misferli, allt frá svindli með aðgöngumiða og upp í kosninga- mútuþægni, einkenna valdatíð Blatter. „Fall hans ætti að koma af stað flóðbylgju er kaffærir spillta leið- toga sambanda um heim allan. Við þurfum að sjá spillingarmennina senda í fangelsi og höfum þörf fyr- ir framlag mikilla fyrirmynda, góðra íþróttaleiðtoga og unnenda fótboltans,“ skrifaði brasilíski sóknarmaðurinn Romario, heims- meistari 1994, á Twittersíðu sína. Alexandra Wrage, forseti Trace International, sjálfseignarstofn- unar sem veitir fjölþjóðafyrir- tækjum ráð til að verjast mútu- þægni, sat í fyrrnefndri umbótanefnd FIFA en sagði af sér eftir að lykiltillögum nefndarinnar var hafnað. Þar á meðal voru til- lögur um óháð eftirlit með starf- semi FIFA og takmörk á setu- lengd í framkvæmdastjórn sambandsins. Wrage varar við því að láta uppistandið vegna afsagnar Blat- ter skyggja á þá vinnu sem endur- reisn orðspor FIFA kallar á. Og bendir á, að aðeins fjórum dögum fyrir afsögnina greiddu næstum tveir þriðju aðildarlanda sam- bandsins óbreyttu ástandi atkvæði sitt. „Varast ber að vænta skriðu stuðnings við umbætur. Helsta von FIFA er að fram komi nýr maður með afburða stjórnunarhæfileika og óflekkuð heilindi. Hvort hann kemur úr íþróttinni sjálfri eða ann- ars staðar frá skiptir minna máli en hvort hann er með hreinan skjöld og enga umdeilda pinkla í farteskinu,“ segir hún. Margir í framboði En Platini verður ekki einn um hituna þótt sigurstranglegur sé talinn. Chung Mong Joon, heiðurs- varafoseti FIFA og fyrrverandi frambjóðandi í forsetakosningum í Suður-Kóreu, hefur sagst vera að íhuga framboð til FIFA. Þá gaf fyrrnefndur Ali Jórdaníuprins, bróðir Abdullah konungs, til kynna við CNN-sjónvarpsstöðina, að hann væri tilbúinn til að sækjast að nýju eftir forsetastól FIFA. „Ég er til reiðu fyrir lands- samböndin öll sem vilja breytingar og líka þau sem hræddust breyt- ingar,“ sagði Ali sem hlaut 73 at- kvæði í kosningunni hjá FIFA gegn 133 atkvæðum Blatters. Og búast má jafnvel við fleiri fram- boðum. Bjóði Platini sig fram kemur líklega vænn skerfur af atkvæð- um Ali í hans hlut. Ekki eru fyrr- nefndir veðmangarar á einu máli um forsetaefnin. Fyrirtækið Co- ral Bookmakers metur Ali prins sigurstranglegastan með líkind- unum 11-10 og Platini næstlíkleg- astan með líkindunum 6-4. Stærsti veðmangarinn, William Hill, telur frönsku fótboltahetj- una sigurlegri með líkunum 6-5. Þangað til eftirmaður hans er fundinn mun Blatter sitja í emb- ætti en líklegast er að aukaþing um kjör nýs forseta FIFA fari fram á tímabilinu desember til mars næstkomandi. Efins um að Blatter hætti Annar fulltrúi í fyrrnefndri um- bótanefnd FIFA undir stjórn Pieth, Michael Hershman, með- stofnandi Transparency Inter- national, virðist ekki fyllilega sannfærður um að Blatter hverfi af vettvangi. Minnir hann á að við forsetakjör árið 2011 hafi hann heitið því að bjóða sig aldrei aftur fram en síðar skipt um skoðun. „Sepp Blatter er enn í starfi og stýrir FIFA áfram, ég ætla ekki að trúa því [að hann hætti] fyrr en ég sé það gerast.“ Á annarri skoðun er forseti enska knattspyrnusambandsins, Greg Dyke. Hann er á því að Blat- ter verði handtekinn vegna spillingarmála „innan skamms“ og hrekist því úr embætti. AFP Evrópuboltinn Michel Platini, forseti UEFA, afhenti liðsmönnum Barcelona bikarinn eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Ólympíuleikvanginum í Berlín síðastliðið laugardagskvöld, eftir sigur á Juventus. Sjálfur var Platini sigursæll knattspyrnumaður og þjálfari og hampaði mörgum bikurum. FRÉTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.