Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 58
58 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 3 ára ábyrgð Tölvur og fylgihlutir In Win Gamer Extreme Ótrúleg leikjatölva sem spilar alla leikina í bestu gæðum In Win Office Pro Alvöru vinnutæki sem einfaldlega virkar • Örgjörvi: Intel i7-4790 3,9 GHz Turbo • Kæling: Coolermaster 212E Evo ofurhljóðlát • Vinnsluminni: 16 GB DDR3 1600MHz • Skjákort: EVGA nVidia GeForce GTX970 4GB • SSD diskur: Samsung EVO 850 250GB • Harður diskur: Seagate 3TB 7200 RPM • Netkort: 1Gbit kapaltengt • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita • Örgjörvi: Intel i3-4150 3,5 GHz • Vinnsluminni: 8GB DDR3 1600MHz • Drif: DVD skrifari • SSD diskur: 240GB Kingston V300 • Net: þráðlaust og kapaltengt • Stýrikerfi: Windows 8.1 64ra bita 99.900 kr. 279.900 kr. Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð á dögunum Evrópumeistari í krossfit í Kaupmannahöfn. Hún býr sig nú undir heimsleikana í íþrótt- inni sem fara fram í Kaliforníu í lok júlí. Ragnheiður Sara, sem alltaf er kölluð Sara, byrjaði að æfa krossfit í janúar 2013 og má segja að tilviljun ein hafi ráðið því. Hún hafði keppt á krossfitmóti árið áður án þess að vita hvað í íþróttinni fælist og lenti þá í öðru sæti. „Þarna hugsaði ég með mér: já ég er greinilega ágætlega góð í þessu og því fínt að prófa þetta. Síðan varð ég fyrir því óhappi að úlnliðsbrotna og þurfti að taka mér hvíld. Ég byrj- aði svo á fullu aftur í ársbyrjun 2013,“ sagði Sara í samtali við blaða- mann. Styrkur hennar í íþróttinni liggur í því að hún er jafngóð í öllum þeim íþróttagreinum sem rúmast innan hennar. Mikil fórn fyrir árangurinn Þrátt fyrir mikla velgengni á und- anförnum mánuðum, sem sýnir sig m.a. í sigurgöngu á hinum ýmsu mótum erlendis, þá sagðist Sara alls ekki hafa búist við því að ná eins langt og raunin er. Blaðamaður rifj- ar upp með henni ársgömul ummæli um að vilja skáka Annie Mist, stefna á heimsleikana og verða atvinnu- maður í krossfit. Nú þegar allt þetta er í höfn eða blasir við er tilvalið að huga að næstu áföngum. „Ég stefndi reyndar alltaf að því að komast á heimsleikana en ég bjóst alls ekki við því að vinna Evr- ópumótið, ég verð alveg að viður- kenna það. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt og ég er eiginlega ekki alveg að átta mig á því að það er ég sem vann. Innst inni hugsaði ég, jú það væri gaman að verða jafn góð og Annie eða bara betri, en ég bjóst aldrei við því að ég myndi ná því. En þetta er bara þannig, þú uppskerð það sem þú sáir.“ Góð uppskera er sannarlega ljúf, en Sara gerir sér líka grein fyrir að fórnin hefur verið mikil. „Það sem ég hef fórnað til þess að komast á þenn- an stað er svakalega mikið. Ég er t.d. búin að fórna öllum tímanum mínum. Vinkonur mínar eru allar að skemmta sér og hafa gaman og þurfa ekki að hugsa um neitt nema lifa lífinu meðan ég þarf alltaf að hugsa t.d. á ferðalögum hvenær ég get æft mig? Ég þarf kannski að sleppa því að fara í matarboð af því að ég þarf að æfa þrisvar til fjórum sinnum á dag. Ég þarf alltaf að skipuleggja allt út frá æfingunum. Ef stutt er í keppni hangi ég ekki uppi í sófa með fjölskyldunni að horfa á mynd og borða nammi. Á jól- unum gat ég leyft mér að fá mér ís á aðfangadag, en það var líka það eina sem ég gat leyft því hálfur mánuður var í mót. Ég var með lykil að Sport- húsinu í vasanum og þurfti að æfa, fór ein að æfa. Oft er þetta mjög erf- itt og ég hugsa með mér, af hverju er ég að þessu? En auðvitað er þetta líka mjög gefandi, og eftir góðan ár- angur á móti er þetta er allt þess virði.“ Þjálfunarbúðir í mánuð Velgengni Söru í krossfit hefur aukið hróður íþróttarinnar í Reykja- nesbæ og á Suðurnesjum öllum. Hún og Andri Þór Guðjónsson tóku við CrossFit Reykjanesbæ í Sport- húsinu Ásbrú sl. haust, byggðu að- stöðuna upp og breyttu í CrossFit Suðurnes. Þá voru iðkendur um 50 en eru nú um 200 og alltaf að bætast við í þessa stóru fjölskyldu sem Sara segir iðkendurna vera. Hún viðurkennir fúslega að hafa þurft að slaka á í framkvæmda- stjórninni á keppnisferlinum, sem hefur verið nokkuð stífur að und- anförnu, sérstaklega af því að hún hefur verið að þjálfa sig upp sem keppanda. Nú þegar heimsleikarnir séu framundan verði enn minni tími til stjórnunar og kennslu því stíft æfingarprógramm bíði hennar handan við hornið. „Ég fer í æfingabúðir til Man- chester 21. júní, sem er mánuð fyrir heimsleikana og verð eingöngu að lyfta í viku. Þaðan fer ég til Mallorka í nokkra daga og verð bara að hugsa um sund, hlaup og róður. Ég lýk svo þjálfunarbúðunum í Kaliforníu og verð að æfa þar fram að heimsleik- unum sem haldnir verða þar 21.-26. júlí.“ Með í för verður þjálfari Söru, Er- ik Lau Kelner, osteopati, næring- arfræðingur og þrír strákar sem æfa krossfit hjá Erik. Sara sagði gott að fá að æfa í hópi eftir alla einveruna og sagði það henta sér betur að æfa með strákum en stelpum. „Þetta var það sem Erik lagði upp með strax eftir Evrópumótið og það er ekkert sem getur hjálpað mér meira fyrir heimsleikana en þetta prógramm hans.“ Og þó að heimsleikarnir séu topp- urinn í krossfit hefur Sara hug á að þiggja boð á tvö stór mót í sept- ember, enda hvergi hætt. Er bara orðin eins og prinsessa Það er fleira sem hefur breyst á íþróttaferli Söru en þjálfunin og að- dráttaraflið að íþróttinni. Það já- kvæðasta er að fólk sýnir henni meiri stuðning eftir mikla velgengni og umboðsmaður gaf sig á tal við hana eftir keppni í Boston fyrr á þessu ári og sér nú mikið til um flest hennar mál. En áreitið hefur einnig aukist. „Eftir Evrópuleikana hef ég verið að fá tugi vinabeiðna á Facebook á dag, alls kyns innlegg og skilaboð sem ég get ekki sinnt. Umboðsmað- urinn stofnaði því aðdáendasíðu sem hann sér um. Svo er mjög vinsælt að biðja um eiginhandaráritun og fá ljósmynd með mér eftir mót erlend- is. Það er minna um þetta hér heima, hugsunarhátturinn er öðruvísi hér og íþróttin ekki eins stór hér. En ég er bara eins og prinsessa í útlönd- um,“ sagði Sara kímin. Á Íslandi er hins vegar baklandið og stuðningurinn og sagði Sara ómetanlegt að hafa haft um 30 manna stuðningslið á Evrópu- mótinu, fólk sem þekkir hana vel og keyrði upp hvatningarorðin um leið og það sá að þreytan var að yfirbuga hana í keppninni. „Foreldrar mínir eru auðvitað aðdáendur númer eitt, tvö og þrjú en mér þykir mjög vænt um allan þann stuðning sem ég hef og að fá móttökur eins og ég fékk við heimkomuna frá Kaupmannahöfn, þegar 100 manns biðu mín í flugstöð- inni og fögnuðu mér. Ég gæti þetta ekki án þessa stuðnings. Ég á þó ekki von á eins mörgum stuðnings- mönnum til Kaliforníu því það er bæði erfiðara og dýrara að fara þangað en mamma og pabbi koma með og nokkrir vinir og þau verða bara að vera háværari í áhorfenda- stúkunni. En það er líka gott að vita af fólki við skjáinn hér í Sporthúsinu að hrópa hvatningarorð og senda mér góða strauma.“ Markmiðið að vera vel menntuð Ástæðan fyrir stífum keppnis- ferðum að undanförnu er vegna þess að Sara hefur verið að ná sér í reynslu sem keppandi, þurfti að læra á sjálfa sig í keppni þar sem bakgrunnurinn í íþróttinni var ekki mikill. Námið í sálfræði við Háskól- ann á Akureyri varð hún að leggja á hilluna þar sem prófatíðin skaraðist á við undirbúning Evrópumótsins, en eins og sýn Söru er skýr þegar kemur að krossfit þá er sýn hennar einnig skýr í námi og starfsframa. „Ég ætla að byrja aftur í fjarnámi í haust og fara í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, prófa það, þar sem ég sá mig ekki fyrir mér sem sálfræðing. Annars ætla ég bara að klára krossfit-ferilinn á næstu tveimur til þremur árum og einbeita mér svo að náminu. Ég ætla mér að mennta mig og vera vel menntuð í framtíðinni, það er mitt markmið. Eftir mótin í september hugsa ég að ég taki það rólega fram að næstu Evrópuleikum og get því sinnt nám- inu meira en ég hef getað hingað til.“ Hvað um áhugamál, er tími fyrir önnur áhugamál en krossfit? „Mér finnst mjög gaman að elda og borða og raunin er sú að 80% af árangrinum í krossfit er mataræðið. Öllum tíma sem ég hef eyði ég með vinum mínum, mér finnst gott að hitta þá og dreifa huganum, en það er ekki mikill tími fyrir annað. Ég hef líka mjög gaman af að ferðast, þó þessa dagana séu öll ferðalög tengd keppnum. Mig langar að vera áfram í Bandaríkjunum eftir heimsleikana og slaka á.“ Og þó að Söru muni standa til boða að dvelja enn lengur við at- vinnumennsku í einu af krossfit lið- um Bandaríkjanna þá er hún ekki viss um að hugurinn stefni þangað nú, hana langar að einbeita sér meira að einstaklingskeppni. Heims- leikunum fylgir hins vegar boð um aukinn styrk frá framleiðendum íþróttafatnaðar og það skiptir máli þegar helga þarf lífið íþróttinni. „Hef þurft að fórna rosa- lega miklu“  Nýbakaður Evrópumeistari í kross- fit stefnir á heimsleikana í sumar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Evrópumeistari Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ætlar að einbeita sér að krossfit næstu árin og síðan að náminu. Boðið er upp á verkefni fyrir frístundahópa og börn á sumarnámskeiðum í Safnahúsinu við Hverfisgötu í sumar. Opið er alla daga vikunnar frá 10-17. Sýningin Sjónarhorn stendur yfir í öllu húsinu og fræðandi og skemmtileg verkefni eru í boði fyrir börn á öllum aldri. Tekið er við bókunum á net- fangið bokun.safnahusid@thjodminjasafn.is eða í síma 530 2210 og fá frístundahópar ókeypis aðgang. Einnig verður hinn 13. júní opnuð sýning í Nesstofu við Seltjörn sem fjallar m.a. um lækningar á 18. öld. Í fréttatilkynningu segir að þar hafi verið útbúin ýmis verkefni fyrir börn sem eru aðgengileg á vefsíðu Þjóð- minjasafnsins. Einnig er bent á útivistarsvæðið umhverfis húsið sem er skammt frá Gróttu. Söfn fyrir börn í sumar Nesstofa Sýning opnuð á Sel- tjarnarnesi nk. laugardag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.